Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 58
Kósa Gísladóttir:
Klukkurnur í Beruneskirkju
Muiuimælasaga, skráð af Rósu Gísladóttur í Krossgerði
Einu sinni fyrir löngu bar pað við, að bátur með nokkurra
manna ábö-fn var staddur úti fyrir Berufirði. Óveður geisaði og
þungar öldur skullu með sínu ógnarvaldi á bátskelinni, svo
mennimir örvæntu um að komast til lands í J?eim mikla veður-
ofsa. Einn af bátverjum stakk pá upp á pví, að nú skyldu J>eir
heita á t>á kirkju sem næst verði lendingarstað þeirra, ef þeir
nái landi, og gefa henni kirkjuklukkur veglegar, sem mundu verða
látnar hljóma par á staðnum þegar hringt yrði til helgra tíða.
Þeir félagar samþykktu allir uppástungu mannsins.
Eftir stutta stund fór veðrinu að slota og sjór að kyrrast. Náði
báturinn með öllum bátverjum heilu og höldnu til lands, par
sem þcim mun hafa verið vel fagnað af vinum og vandamönnum.
Mennimir efndu heit sitt vel og gáfu Beruneskirkju klukkur ágæt-
ar, en Bemneskirkja var næsta kirkja við þann stað er þeir náðu
landi. Kirkjuklukkurnar bóttu hljóma svo vel að til var tekið.
Á þessum tíma var Beraneskirkja annexía frá Berufirði. Þegar
hinar nýju hljómmiklu kirkjuklukkur á Beranesi höfðu verið
settar upp, þótti ekki viðeigandi að aðalkirkjan hefði óveglegri
kirkjuklukkur en annexían. Þess vegna var það ráð tekið að flytja
kirkjuklukkumar frá Berunesi til aðalkirkjunnar í Berafirði.
T fyrsta skipti sem messað var í Berafjarðarkirkju. eftir að
hinum nýju klukkum úr Beruneskirkju hafði verið komið fyrir
har, átti sem venja er að hringja. En pá bar svo við að kirkju-
klukkumar gáfu ekki hljóð frá sér. Allmikið var nú reynt til að
fá klukkumar til að hljóma, og meðal annars gengið á pxr og
pær barðar með sleggju og hömrum — en árangurslaust, klukk-
urnar þögðu. Þegar sýnt var að klukkumar gerðu ekki það gagn
sem ætlað var, í Berufjarðarkirkju, voru þær teknar og fluttar
aftur á sinn stað í Beruneskirkju. Þá brá svo við, að hær hljómuðu
með eðlilegum hætti. Og par hljóma J?ær enn J>egar hringt er til
guðsbjónustu.
En sérstakleaa önnur klukkan er mjög skörðótt eins og hún
hafi hlotið J>ung högg og stór.