Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 60
58
MÚLAÞING
ýmsum trúnaðarstörfum í Fellum, var t. d. hreppsnefndarmaður þar 32
ár og áður 6 ár í Jökulsárhlíð, alls 38 ár.
í eftirfarandi þætti segir frá vasklegri för Einars frá Hlíðarhúsum til
Hóla í skammdeginu frostaveturinn 1917—1918. Hann sagði mér þessa
sögu veturinn 1978 en eg skrifaði upp jafnhraðan og er hún hér birt
nokkurn veginn eins og hann mælti hana af munni fram. — Á. H.
Aðalorsök þcss að eg sótti um skólavist á Hólum var blátt
áfram sú að mig langaði til að afla mér nokkurrar menntunar.
Eg er fæddur og uppvaxinn í sveit, sveitin umhverfi mitt og því
hlaut einmitt búnaðarskóli að verða mér ákjósanlegur mexmtastað-
ur bæði frá almennu og hagnýtu sjónarmiði séð. Nágranni minn
Bjöm Guðmundsson í Sleðbrjótsseli hafði útskrifast frá Hólum
1913 og eg kynntist skólanum gegnum hann. Einnig hafði sögu-
frægð staðarins áhrif á að draga mig norður þangað.
Skólinn hófst ekki fvrr en upp úr áramótum þennan vetur.
Þess vegna var ferðin farin á þessum tíma. Stytting námstímans
mun hafa verið spamaðarráðstöfun í stríðsdýrtíðinni sem þá var,
en hún hafði m. a. f>au áhrif að eldsneyti (kol) var mjög dýrt.
Að morgni hins 21. desember 1917 stóð eg ferðbúinn á hlað-
inu í Hlíðarhúsum, reiðubúínn að hefja ferðina gangandi landveg
með landpósti mestalla leið norður í Hóla. Farangurinn var aðeins
í einni hnakktösku, enda skki ráðlegt að hafa mikið meðferðis
í svo langa gönguferð sem framundan var. Skíði hafði eg einnig
og stóra broddstöng. Þegar eg ætlaði að fara að kveðja sé eg hvar
Guðjón föðurbróðir minn kemur gangandi frá Fögruhlíð svo eg
dvolaði við eftir honum. Hann rétti mér fimm króna seðil; eg
þakkaði fyrir hugulsemina, kvaddi og hélt af stað.
Fyrsti viðkomustaður var Sleðbrjótur par sem eg tók vottorð,
sem mér þótti vissara að hafa, um að eg greiddi sóknargjöld
heima í Hlíð.
Þegar eg kom að Surtsstöðum par sem Eiríkur Amgrímsson
snikkari bjó um þessar mundir, kom hann út á hlað með mann-
brodda sem hann taldi að gætu komið sér vel.
Þennan dag var dagleiðin stutt, aðeins í Fossvelli. Þar gisti
eg eftir að hafa frétt að tilvonandi samferðamaður minn, Eðvald
Eyjólfsson póstur, væri ekki væntanlegur í Skjöldólfsstaði frá