Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 62
60
MÚLAÞING
hálsinn austan við Rangárlón segir Eðvald: „Mikið þótti manni
alltaf vænt um að sjá rjúka á Rangárlóni". Býlið var í eyði petta
ár og á engan reyk að stefna J>ar. Við héldum niður undir vatnið
— Sænautavatn — og síðan suður eftir |>ví með stefnu á Sænauta-
sel par sem við hugðumst gista á jólanóttina. „Hér er gott að
gista, hér býr gott fólk“, segir Eðvald er við nálguðumst bæinn.
Þar bjuggu pá Guðmundur Guðmundsson og fyrri kona hans
Jónína Guðnadóttir frá Grunnavatni. Viðtökurnar sem Eðvald
hafði sagt fyrir um brugðust ekki. Farangri var komið fyrir í
bæjardyrum og okkur fylgt í baðstofu, litla portbyggða baðstofu,
alþiljað og vistlegt hús. Kindur voru undir palli en ein kýr sér
í kofa í bæjarþorpinu. Þarna sátum við á tali við heimilisfólkið
j>etta aðfangadagskvöld og nutum góðs beina. Síðan var vísað til
sængur, Eðvald og Júlíusi í „færirúmi" hjónanna en við Guð-
mundur bóndi sváfum í föstu rúmi, að vísu fremur pröngu. en
kom ekki að sök hvað mig snerti og svaf eg vært eftir erfiðan
göngudag. Ekki veit eg hvar húsfreyjan svaf eða móðir hennar
sem emnig var til heimilis í Sænautaseli.
Sérstakt jólatilhald var ekki í Sænautaseli, nema ef vera skyldi
að Guðmundur trekkti nokkrum sinnum um kvöldið upp klukku
sem hann átti og spilaði hún j>á lag. Hann lét hana spila nokkrum
sinnum um kvöldið.
Við lögðum snemma upp á jóladag í myrkri og koldimmu
mugguveðri og tókum stefnu á Sænautafellið suðvestanvert til
að taka af okkur krók. Eftir æðitíma komum við á aðalveginn
við vörðumar, en heiðin var öll vörðuð. Meinleysisveður var um
daginn en þykkt loft, birtutíminn J'ví næsta skammur og höfðum
við gengið lengi í myrkri er við náðum í Möðrudal.
í Möðrudal var enginn einangrunarblær á lífi og margt um
manninn. Þar var tvíbýli, á öðru búi Sigurður Haraldsson og
Hróðný Stefánsdóttir frá Möðmdal og á hinu systkini Hróðnýjar,
Einar og AðaJbjiörg, ógift j?egar petta var bæði. Þar vora smiðir
að byggja baðstofu.
Enn var eftir drjúgur spölur af leið Austurlandspósts og í
Möðradal var fenginn hestur fyrir sleðann. Hnakktaskan mín fékk
að fljóta með. Við lögðum af stað löngu fyrir birtu á annan í