Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 63
MÚLAÞING
61
jólum. Veðrið var sæmilegt og leiði og sóttist vel í Víðidal. Þar
bjuggu Jón Stefánsson, síðar í Möðrudal, og Þórunn Vilhjálms-
dóttir. Við höfðum þar langa viðdvöl, enda mikil vinátta milli
Eðvalds og þeirra hjóna. Síðan var haldið áfram áleiðis í Gríms-
staði og löngu komið myrkur er þangað kom.
Á Grímsstöðum gekk póstur rakleitt inn í stóra vistarveru upp-
hitaða og við Júlíus fylgdum. Þama var bæði eldhús og svefn-
hús hjóna, einnig dvalarstaður heimilisfólks á kvöldum og í petta
skipti margt fólk samankomið, einhverjir að slá spans og gleði á
ferðum, sjálfsagt jólatilhald.
Póstferð Eðvalds lauk á Grímsstöðum, par átti hann að mæta
Akureyrarpósti og taka við flutningi austur. Nú var Akureyrar-
póstur ókominn, hafði seinkað um einn dag vegna slæmrar færðar
og vom menn af Fjöllum famir á móti honum til aðstoðar, par
sem hann var að brjótast yfir Mývatnsöræfi. Við vorum pví um
kyrrt á Grímsstöðum þriðja jóladag 27. desember. Þá um kvöldið
kom pósturinn, Guðlaugur Sigmundsson (sjá Söguþætti landpóst-
anna II 145—146), ásamt fylgdarmanni, eyfirskum dugnaðarmanni
sem eg get ómögulega munað nafnið á.
Klukkan rúmlega sex um morguninn 28. desember var lagt af
stað með ferjumann frá Grímsstöðum til fylgdar. Ingibekk hét
hann, en bóndi á Grímsstöðum var Kristján Sigurðsson faðir Sig-
urðar sem bjó par lengi síðar. Hestur var fyrir sleðanum spölinn
vestur að Jökulsá á Fjöllum. Við komum að ánni áður en bjart
var orðið. Hún rann milli höfuðísa í breiðum ál, en flughálar
skarir báðumegin að. Vestanstormur var á og loft heiðskírt. —
Nú var ferjan dregin fram á skörina, allur farangur settur í hana,
Sjömuleiðis fórum við Guðmundur póstur upp í og ferjumaðurinn
með árar til reiðu á bæði borð, en hinn knái eyfirski fylgdarmað-
ur sem eg man ekki hvað hét, hafði pað hlutverk með höndum að
hrinda bátnum fram af skörinni. Það tókst honum vel og stökk
sjálfur um borð um leið. Ferjumaður tók svo rösklegan róður móti
vindinum að ferjan rann upp á skörina hinumegin og um leið
stökk fylgdarmaður fyrstur upp á ísinn með' fangalínuna og dró
bátinn lengra upp til öryggis. Síðan var affermt. Við hinkruðum
við til að sjá hversu Ingibekk famaðist austur yfir aftur. Hann