Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 65
MÚLAÞING
63
áfram stanslaust alla leið að Hólum í Laxárdal og gist þar hjá
Helga Sigurðssyni bróður Kristjáns á Grímsstöðum.l)
Áður en lagt var upp um morguninn 30. desember ráðstafaði
Guðlaugur póstur ferðalaginu þannig: Hann færi ásamt fylgdar-
manninum út Laxárdal niður í Grenjaðarstað og síðan inn Reykja-
dal að Einarsstöðum. Á jæssari leið voru póstafgreiðslustaðir og
skyldugt að hafa viðkomu. Hins vegar bað hann mig að fara með
ækið og hestana ásamt manni sem hann fékk til liðs á Hólum og
Hallgrímur hét og var húsmennskumaður J?ar, vestur yfir hálsinn til
Reykjadals og niður hjá Laugum og síðan í Einarsstaði. Þetta
er mun skemmri leið. Besta veður var og sólskin á hálsinum, sem
raunar kallast Laxárdalsheiði, en færðin mjög slæm. Barst Bleikur
lítt af og vorkenndi eg honum. Af heiðinní vestanverðri er snar-
bratt niður að Laugum. Okkur vildi til happs að við mættum par
manni á austurleið. Hallgrímur samdi við hann um að hjálpa
okkur niður með ækið. Þetta var röskleikamaður og fór einn með
sleðann niður, ýmist dró eða lét hann renna á undan sér, hélt pá
í við hann eftir föngum og byltist með hann á skammri stundu
niður á jafnsléttu. Ekki var stansað á Laugum en haldið rakleitt
út að Einarsstöðum. Þar var pá kominn tilvonandi skólabróðir
minn, Aðalsteinn Kjartansson frá Daðastöðum, á leið í veg fyrir
póst að fara í eldri deild á Hólum. Síðar um kvöldið kom póstur-
inn ásamt fylgdarmanni og var nú gist á Einarsstöðum.
Um morguninn lagði eg til að Bleikur yrði skilinn eftir sökum
þreytu. Féllst Guðlaugur á pað og var annar hestur sem hann
1) Um þessa ferð er þáttur í Söguþáttum landpóstanna, Á Hólasandi 2.
bindi bls. 135—136. Einar fullyrðir að þar sé rangt sagt frá, að hann og
fylgdarmaðurinn hafði gefist upþ og viljað setjast að, þótt fylgdarmaðurinn
hafi eitthvað fjasað í þá átt meira í gamni en alvöru. Hann segir að sér og
fylgdarmanninum hafi borið saman um það, í hvaða átt símalínunnar
væri að leita, enda fundu þeir póstur og fylgdarmaður símann í þeirri
átt eftir stutta leit. Það var fyrst og fremst talað um að finna símann og
þar með rétta leið niður í Laxárdal. Hitt er rétt, segir hann, að Guðlaugur
hafi talið sig heyra nið í Laxá þegar hann lenti lengst til norðausturs í
leit að umræddri línu. — Hólasandur er auðnarflæmi norður af Mývatni
og: liggur þar nú „kísilgúrvegurinn". Samkvæmt korti er 7—8 km leið
frá Sandvatni og norðvestur yfir sandinn í stefnu á Hóla í Laxárdal.