Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Side 67
MÚL AÞING
65
Gist var í veitingahúsinu Karólínurest og gisting ódýr. Skipið
Willemoes lá á Akureyri, var í strandferð á vesturleið. Eg setti
farangur minn, töskuna, um borð — sem aldrei skyldi verið hafa,
pví skipið lenti í ís við Siglufjörð. Sigurður Sigurðsson skólastjóri
lét leita skjattann uppi og barst hann að vísu löngu seinna í Hóla.
Eftir morgunkaffið á Karólínurest hinn 3. janúar gengum við
Aðaisteinn að pósthúsinu. Þar var fyrir Kristján póstur Jóhannes-
son á Jódísarstöðum að leggja upp í ferð með marga hesta vestur
að Stað í Hrútafirði. Þíðviðri var og flughált á Akureyrargptum.
Eg hafði fví bundið upp brodda mína og þjarkaði á þeim. Eg
vildi ekki fara inn með svona fótabúnað en hitti utandyra Finn
Jónsson, pá póstfjón á Akureyri en síðar alfingismann á ísafirði.
Hann spurði mig hvort ekki væri óþægilegt að ganga á pessu en eg
neitaði pví. Brátt var lagt af stað, eg gangandi á broddunum með
stöngina en dró skíðin og fylgdist með póstinum. Á Moldhauga-
hálsi skildust leiðir. Póstur hélt inn Öxnadal og Aðalsteinn fylgdi
honum, en eg hefði bitið í mig að fara Heljardalsheiði milli Svarf-
aðardafs og Kolbeinsdals í Skagafirði. Gekk pví pvert úr leið,
í stefnu á Möðruvclli. Þar gerði eg vart við mig, bað um að drekka
og var færð út mjólk í könnu. Næsti viðkomustaður var Fagri-
skógur. Þar hitti eg Stefán þingmann og falaði kaffi sem mig
var farið að langa mjög í. Hann leiddi mig til stofu og kaffið fékk
eg afbragðsvel útlátið, kostaði 75 aura. Frá Fagraskógi fylgdi eg
1 myrkri, sem pá var skollið á, símalínu að Stærra-Árskógi. Stefán
sagði að eg gæti jækkt bæinn af kirkjunni. Það sem eg greindi í
landslagi fannst mér nú óhrjálegt, hjalli eftir hjalla endalaust og
einhvers staðar á leiðinni setti að mér megnan óhug. Hann hvarf pó
von bráðar og veit eg ekki hvað olli honum, þreyta eða staðbundnir
reimleikar — hver veit. Að Stærra-Árskógi kom eg síðla kvölds,
sá par ljós í stafnglugga á baðstofu. Eg skríð nú upp á veggjar-
hmpið undir glugganum og geri vart við mig. Komu pá hvorki
meira né minna en fimm mannshöfuð í ljós í gjugganum. Það
h°tti mér furðulegt og varð svo við að eg hörfaði sem skjótast
mður og labba að bæjardyrum. Heyri eg pá sagt mjóum kerlingar-
romi langt inni í göngum: „Hver er f>ar?“ „Það er maður,“ svara
eg stuttur í spuna. „Ójá, veit eg j>að,“ segir j>á sú gamla, kom