Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 68
66
MÚLAÞING
út í dymar og bauð mér inn. Nöfn húsráðenda man eg nú ekki
lengur en átti parna góða nótt.i)
Næsta dag, 4. janúar, hreppti eg slydduveður með talsverðu
úrfelli yfir háisinn milli Árskógsstrandar og Svarfaðardals. Eg
gekk framhjá Völlum en kom að Hofi og bað um að drekka.
Unglingsstúlka færði mér mjólk en ekki boðið inn upp á kaffi.
Og áfram gekk eg, yfir Svarfaðardalsá rétt sunnan við Bakka,
kom að Urðum, bað um að drekka í þeirri von að mér yrði boðið
inn. Svo varð j>ó ekki en fékk drykk. Lagði J>ví heldur illa á mig
kominn upp í síðasta áfangann í Eyjafjarðarbyggðum, að Atla-
stöðum — næsta bæ við heiðina. Þangað komst eg hundhrakinn
og kaldur og baðst gistingar. Mér var fyigt í baðstofu og vísað til
sætis á rúmi. Þar valt eg út af steinsofandi, enda J>á fyrst orðinn
verulega þreyttur. Vaknaði f>ó einhvemtíma á vökunni og var
vísað til sængur í góðu rúmi, viðtökur ágætar í einu og öllu.
Um morguninn var bjart veður og talsvert frost. Eg veitti jm
athygli að bóndi2) var órór og gekk út og inn sitt á hvað.
Auðséð var að honum var ekki um að eg legði einn til heiðar.
Kom [>ó að lokum heldur glaðlegur inn og segir að eg fái sam-
fylgd j>ví að tveir menn komi að utan og muni ætla vestur yfir.
Hann hefði átt J>eirra von og verið að skyggnast um eftir }>eim.
Brátt kom í Ijós hverjir mennimir vom: annar Þórhallur Trausta-
son frá Hofi í Hjaltadal en á hinum man eg ekki deili, minnir J>ó
haim heita Haraldur.
Heljardalsheiði er há en ekki löng og símalína lá yfir. Ferðin
gekk vel. Við komum í Skriðuland í Kolbeinsdal sem j>á var
næsti bær við heiðina að vestan og gengum }>ar rakleitt inn og
til baðstofu eins og við væmm heima hjá okkur. Þar var fyrir
Kristinn bóndi Sigurðsson og Kolbeinn sonur hans síðar fræði-
maður, smekkvís og orðhagur höfundur ýmissa greina. Hann lá
uppi á rúmi og las í bók. Kaffi kom án tafar. Þórhallur bauð
mér samfylgd áfram og kvaðst skyldu sjá um mig í Hóla. Hann
1) Hafa væntanlega verið Jón Jónsson og María Þorsteinsdóttir (Byggðir
Eyjafjarðar II, 105) — Á. H.
2) Árni Árnason og Rannveig Rögnvaldsdóttir bjuggu á Atlastöðum er
petta var. (Byggðir Eyjafjarðar II, 65).