Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Side 69
MÚL AÞING
67
lét ekki sitja við orðin tóm, fór með mér heim á staðinn, alla leið
inn á skrifstofu skólastjórans Sigurðar Sigurðssonar og afhenti
mig honum seint um kvöldið. Var par með lokið j?essari skamm-
degisferð frá Hlíðarhúsum að Hólum.
Þess má geta að lokum, að þennan dag — 5. janúar 1918 — er
við gengum Heljardalsheiði í hreinlegu veðri, var einmitt að
ganga í garð um norðaustanvert landið sá grimmasti veðrabálkur
sem landið hefur níst á hessari öld og veturinn 1917—1918 hefur
hlotið nafngift af, frostaveturinn mikli. Við sluppum rétt mátu-
lega.
Síra Ágúst Sigurðsson:
Volþjófsstaðaprestor 1858-1959
Helgi biskup Thordarsen kirkjuvitjaði Austfirði að hluta sum-
arið 1850. Samdi hann ítarlega skýrslu, sem hann sendi stiftamt-
manni, Jörgen Ditlev Trampe greifa, um skoðunargerð sína á
stöðunum og álit á prestsetrunum. Athygli vekur, hve biskup fer
lofsamlegum orðum um síra Pétur Jónsson í Berufirði, bæði um
þjónustu og búskap, en síra Pétur hafði setið Berufjörð í 12 ár,
er i'etta var. Góð embættisrækt hans og myndarskapur í búnaði,
sem vöktu áhuga biskupsins, munu hafa stutt að }>ví, að síra Pétur
fekk veitingu fyrir hefðarsetrinu Valþjófsstað að síra Stefáni
prófasti Amasyni önduðum 1858, og fluttist hann þangað um
sumarið. Var síra Pétur pá hálf sextugur, fæddur 4. júní 1803,
°g hafði verið j>jónandi prestur í 31 ár, fyrst á Klyppstað í Loð-
mundarfirði 1827—1838, en síðan í Berufirði.
Síra Pétur var pó ekki reglulegur sóknarherra á Klyppstað,
hví að annar prestur hélt staðinn, j>ótt væri víðs fjarri. Var j>að
síra Guðmundur Erlendsson frá Kolfreyjustað. Hafði hann vígzt
til Loðmundarfjarðar 1800 og var hinn rétti sóknarprestur til
1853, enda j>ótt hann dveldist löngum á Gilsá í Breiðdal hjá mági