Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Side 71
MÚL AÞING
69
Bjuggu þau fyrst á Víðivöllum ytri og síðan á Höfða á Völlum
2 ár, en fengu ábúðina á Amheiðarstöðum, þegar móðursystir
Jóns, Sigríður Hjörleifsdóttir ekkja síra Páls Magnússonar á
Valþjófsstað, hvarf paðan heim á staðinn til síra Vigfúsar mágs
síns. Kallaði Magnús sonur hennar síðar, að með ]?eirri ráðabreytni
hefði síra Vigfús svelgt herlegt bú hennar, og var það nokkuð
rætt í þætti hans, sem fyrr er getið. Eftir 12 ára búskap á Am-
heiðarstöðum hlutu gau Jón að rýma J>ar fyrir síra Stefáni Áma-
syni frá Kirkjubæ, tengdasyni síra Vigfúsar, er hann varð aðstoð-
arprestur hans. Fóra gau pá að Kóreksstöðum á Útmannasveit
og bjuggu þar síðan, unz Jón vefari dó 1827, sama árið og síra
Pétur vígðist aðstoðarprestur síra Guðmundar á Klyppstað.
Böm Jóns vefara og Þóreyjar vora stórvaxin og myndarleg svo
að athygli vakti, og reyndust síðar hinir mestu búmenn og atorku-
fólk sem foreldrarnir. Allt um áhuga á búnaði, trausta heilsu og
mikið líkamshrek, hneigðist hugur Péturs Jónssonar til náms.
Fór hann ungur til síra Guttorms Pálssonar frá Valþjófsstað, sem
pá var prestur á Hólmum, hins orðlagða kennara. Var hann
hjá honum í 7 vetur, en lauk stúdentsprófi tvítugur hjá dr. Gísla
Brynjólfssyni, sem fekk Hólma, er síra Guttormur var farinn
að Vallanesi. Þar neðra komst hinn ungi og glæsilegi námssveinn
í kynni við stúlku, er Anna hét Ámadóttir. Lciddu þau til þess,
að hann eignaðist son við Önnu, og var hann skírður Tómas.
Hann varð bóndi, síðast á Borgum í Vopnafirði, en hvarf til
Vesturheims með síðari konu sinni, sem var úr Loðmundarfirði
og alnafna móður hans, og 4 bömum. Vegna pessarar bameignar
vacð Pétur stúdent að bfða uppreisnar til prestskapar og mun
hann hafa fengið hana með p\í skilyrði, að gerðist aðstoðarprest-
ur á Klyppstað, en þeir, sem sóktu um uppreisn urðu að sæta
því náðarbrauði, sem kirkjustjóminni hentaði og lentu J>ví gjama
á afskekktum stöðum og lítt eftirsóktum. — Fyrsta árið eftir
stúdentsprófið og hrösunina var Pétur á vist með! frændfólkinu
í Vallanesi, en réðist ]>aðan að Eiðum, heimiliskennari til síra
Bjiöms Vigfússonar, eflaust meðfram vinnandi á stórum garði,
svo atorkusamur og öflugur sem hann var til líkamlegs áræðis.
Náði hann brátt ástum Önnu prestsdóttur á Eiðum, og var hún