Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Qupperneq 72
70
MÚLAÞING
litlu eldri en hann. Móðir hennar var fyrri kona síra Bjöms,
Þórunn dóttir Guðmundar sýslumanns í Krossavík Péturssonar.
Höfðu þau gifzt haustið 1801, en Þórunn dó ári síðar og kvænt-
ist síra Björn seinni konu sinni 1803. Önnu Stefánsdóttur frá
Presthólum í Núpasveit. Þau Pétur og Anna giftust á Eiðum
1825 og munu hafa búið \>nv, til þess er þau fóru að Klyppstað.
Frú Anna dó á Vatyjófsstað hinn 18. febrúar 1865, 63 ára.
og höfðu J>au verið í hjónskap í nær 40 ár. Litlar sagnir eru
um búnað þeirra og veru á Valþjófsstað, en síra Pétur þjónaði
bar til fardaga 1877, er hann lét af embætti 74 ára, en aðstoðar-
presta hélt hann ekki. Var dugnaði hans og myndarskap við
brugðið á Valþjófsstað eins og hinum fyrri stöðum, sem hann sat.
þótt mest orð færi af í Berufirði, enda var hann viðurkenndur
merkis klerkur og góðbóndi. Hann kvæntist öðru sinni 1867
roskinni og margreyndri ekkju. Kristbjörgu Þórðardóttur frá
Kjarna í Eyjafirði, sem enn verður að vikið, en fyrst skulum vér
minnast bama hans og frú Önnu Bjömsdóttur. Var hið elzta
þeirra Björn, fæddur á Eiðum, 2. ágúst 1826. Hann var settur til
mennta í Reykjavíkurskóla eftir heimanám í Berufirði, en lauk
ekki prófi, með pví að hann lenti í hinu margumtalaða pereati í
skólanum 1850, er Sveinbjöm Egilsson rektor var afhrópaður.
Fór Bjöm við svo búið austur á Hérað og kvæntist um haustið
Ólafíu dóttur síra Ólafs Indriðasonar. Settu þau saman bú í
Jórvík á Útmannasveit hið næsta vor, en bjuggu á Surtsstöðum
í Jökulsárhlíð 1853—1862 og síðan á Hallfreðarstöðum í Hró-
arstungu, unz þau fóm til Kanada 1877, en í Ættum Austfirðinga
er enn talið, að þau byggi um hríð á Gíslastöðum á Völlum. ■—•
Björn var hinn merkasti í bændastétt og þingmaður Sunnmýlinga
1861—1867 og loks varaþingmaður sumarið 1873. Hinar meinlegu
lyktir skólanámsins munu hafa setið í honum. enda hefur hann
ætlað að verða prestur. Af því gat ekki orðið hér heima, en ævin-
týri landnámsins í Vesturheimi freistaði. Enda þótt Bjöm væri
orðinn 51 árs, þegar hann fluttist vestur, átti hann eftir að verða
prestur. Settust þau hjón að með böm sín á Sandy Bar í Fljóts-
byggð í Nýja íslandi, skammt þar frá, sem nú er nefnt í Riverton, *
og bjuggu þar í 3 ár, unz þau fluttust suður til Norður Dakota í
j