Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 73
MÚLAÞING
71
Bandaríkjunum og tóku sér bólfestu í grennd við Pembína í
landnámi pvi, sem síra Páll Þorláksson hafði forgöngu um að
stofna og skipuleggja fyrir safnaðarfólk sitt í Nýja íslandi. Ólafía
frá Kolfreyjustað dó þar 1884. en Björn varð síðan prestur unitara
í Winnipeg, kvæntur amerískri konu, J. E. Mc Cane. Síðustu
7 æviárin reit hann töluvert um guðfræðileg efni, s. s. um þrenn-
ingarlærdóminn, sem unitarar hafna. íslenzki prestssonurinn, sem
hlotið hafði að hætta skólanámi. en orðið nafnkenndur bóndi og
þingmaður, hafði loks náð hinu gamla ætlunarmarki sínu. Prest-
skapur hans á efri árum vestra var lífsfyllingin, sem hann hafði
lengi þráð.
Síra Bjöm lézt í Winnipeg haustið 1893, 67 ára, og eru niðjar
hans margir í nýja heiminum. Þar settist Sveinn sonur hans að,
en hann hafði síra Bjöm átt, áður en hann kvæntist. Kona Sveins
var Kristín hálfsystir stjúpmóður hans og var haft eftir Páli
skáldi, bróður þeirra, að það væri „versta hjónaband, sem til
væri í Ameríku". Öll börn síra Bjöms og Ólafíu ílentust vestra
og var Ólafur læknir í Winnipeg þeirra kunnastur, fyrsti íslend-
ingurinn. sem lauk læknaprófi vestanhafs. Stundaði hann læknis-
störf í 40 ár, eða til dauðadags 1937, en var jafnframt prófessor
1923—1932, fjölhæfur lista- og vísindamaður, tungumálagarpur
og stærðfræðingur og unni skáldskap. ólafur læknir kvæntist
forkunnarfagurri og ástúðlegri vestur-íslenzkri konu 1911,
Sigríði E. Brandson. Vom dætur þeirra tvær bama, báðar stór-
gáfaðar og merkar og luku háskólaprófi. Á einkum hin eldri,
Margret Anna, merkilega sögu. Hún giftist á Englandi 33 ára Sir
Arthur Hallam Elton, sem var tíundi baronet af Clevedon Court
í Somerset. Forfeður hans vom auðmenn, sem grætt höfðu á
verzlun í Bristol, en niðjar þeirra á 19. og 20. öld hneigðust að
skáldskap og listum. Sir Arthur mun verið hafa næsta fjölhæfur,
því að hann var hálærður í hinum ólíku greinum sögu og vélfræði
að því er segir í Vestur-íslenzkum æviskrám. Þar er þess einnig
getið, sem er ærið fátítt hlutskipti íslenzkra stúlkna, að þau hjón
búi í miðaldabyggingu frá 1320, sem verið hefur ættaróðal frá
1709, ein hin elzta bygging á Englandi, sem samfellt hefur verið
búið í. Eru geysimikil bóka- og málverkasöfn í þessari fomu