Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Qupperneq 77
múlaþing
75
snúast á sveif með Jóni Sigurðssyni, þótt væri konungkjörinn
þingmaður, en regla var, sem bezt sannaðist á dr. Pétri biskupi,
að konungkjörnu þingmennimir vom ærið konunghollir og íhalds-
samir. Fyrri kona síra Halldórs á Hofi, móðir síra Lámsar, var
Gunnþórunn dóttir síra Gunnlaugs dómkirkjuprests Oddsens.
Eru ættir beggja svo kunnar, að eigi skal nánar gerð grein hér,
en óhikað fullyrt, að þar er margt merkilegt fólk að telja, og gefur
það raunar skýringu þess, hve efnilegur og bráðþroska síra Lárus
var. Nokkurt stíflyndi má pó greina í Bólstaðarhlíðarætt föður
haijs, ef vel er að gáð, og má jafnvel kalla þrákelkni. En umfram
allt er það þó rismikið fólk, sem lætur til sín taka í samfélaginu,
fylgið sér og skoðanafast. Þannig var síra Lámsi farið, og vildi
hann eigi víkja, enda lenti hann í þeim árekstrum, sem röskuðu
öllum högum hans oftar en einu sinni og mun bæði samtíð hans
og síðari mönnum, sem kynná sér söguna, þykja furðu lítilvægt
efni verða mikill örlagavaldur. Og hvort sem vér köllum, að
það væri af sérvizku og stífni eða heilindum hugsjónamanns,
sem vildi ekki breyta gegn samvizku sinni, er það staðreynd,
að síra Lárus fór frá Valþjófsstað, eftir aðeins 6 ára þjónustu,
sviptur kjól og kalli. Hér bar nokkuð til nýlundu: ungi prófast-
urinn á Valþjófsstað, sem notið hafði hins mikla embættistrúnað-
ar og verið tekinn fram yfir marga eldri menn, sem bæði hefði
viljað setjast að búi og brauðj í Fljótsdal og taka við prófasts-
dæmi með Norðmýlingum, sýndi þau fáheyrðu afbrigði, að hann
neitaði að bera hempu við athgfnir í heimahúsum og mun jafnvel
hafa embættað hempulaus, er hann þjónaði Ási tvisvar árlangt
í fjarveru síra Sigurðar Gunnarssonar, og skrúða vildi hann ekki
bera, nema á hátíðunum. Á vorum dögum, þegar búið er, bókstaf-
lega talað, að gera útaf við kirkjusiðina, en hver prestur messar
eftir sínum geðþótta og jafnvel sem líkast formi kaþólskrar messu,
sem löngum hefur þótt viðsjárvert í vorri evangelisku kirkju, að
ekki sé meira sagt, er ástæða til þess að leggja áherzlu á, að
tiltektir síra Lárusar á Valþjófsstað voru mjög djarfar. Svipar
þeim til þess, sem varð með löndum vorum vestanhafs, en sá
munurinn, að hér var fastmótuð þjóðkirkja, sem var lokuð fyrir
nýjungum, en þar var verið að leita í umróti fjölstrendismenning-