Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Side 79
MÚLAÞING
77
baráttuglaður og hélt fast á sínu máli. Full ástæða er til að ítreka,
að hann fómaði miklu, er hann vildi hvergi víkja, en lét segja
sér upp á Valþjófsstað, tekjuháu og virðulegu brauði og lagði
sjálfkrafa niður prófastsdæmið, sem faðir hans hafði lengi haldið,
en settist að, upp rennandi stórbóndinn á hinni mikfu landjörð,
í þurrabúð í sjávarplássi. Undruðust menn jæssa ráðabreytni,
því að hér var ekki um djúpfundin trúarsannindi deilt, en fyrst
og fremst hið ytra form, sem aldrei getur orðið höfuðatriði
kristindómsins.
Þótt enginn dirfðist að staðhæfa, að annað byggi og undir og
væri jafnvel hin raunverulega orsök, er ekki grunlaust, að ýmsir
hugsuðu til þess, að óvild nokkur var með síra Lámsi og einkum
Sæbimi Egilssyni á Hrafnkelsstöðum og hans fylgjurum. Afkom-
endur síra Lárusar og ættmenn margir álíta. að hann hafi rumskað
óþyrmilega við Sæbirni í sveitarstjórnarmálum, en hann tekið
illa, enda staðið hallur, og lagt síðan mikla fæð á prestinn og
einsett sér að koma honum burt frá Valjjjófsstað. Einnig eiga
Sæbjöm og fleiri góðbændur að hafa litið homauga uppgangs-
saman búskap síra Lárasar, en. aljækkt víða um Iand hin algenga
öfund betri bænda, sem svo vilja kallast, yfir snotram búskap
prestsins, sem oft er aðkomumaður og situr eina hina beztu jörð
sveitarinnar og hefur gjama annað búskaparlag en heimamenn.
Svo mikið er víst, að Ásmundur Helgason frá Bjargi segir í
ritgerð sinni um fríkirkjuna í Hólmaprestakalli, að síra Lárasi
muni ekki hafa þókt friðlegt orðið í Fljótsdal og sé j>ar að finna
höfuðástæðu j>ess, að hann vildi hvergi láta undan síga, er biskup
hafði fengið kæruna frá Sæbjarnarliðinu. — Enda j>ótt j>essi skýr-
ing geti átt nokkurt raungildi, ber að taka hana með fyrirvara.
Síra Láras var ekki aðeins að hafna Valj>jófsstað, er hann lét
vísa sér j>aðan, vitandi vits, heldur og öllum kirkjulegum embætt-
um í j>jóðfélaginu. Þá var honum í lófa lagið að segja af sér og
takast á hendur annan starfa, jafnvel }>jónustu fnkirkjusöfnuða
vestarihafs. Hann óskaði, að kirkjustjómin léti hann kenna á
valdi sínu. Það var mikill styrkur innlendri fríkirkju, sem hann
hugðist að stofna og efla til sigurs.
Forsaga J>ess, að grundvöllur var fyrir fríkirkju í Hólmapresta-