Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Side 80
78
MÚLAÞING
kalli, er ekki um guðfræðilegan ágreining. Ekki einu sinni um
messuformið eða nokkuð slíkt. Hún er um valdið, sem fólkið
telur, að misbeitt sé og vill losna undan, eins og peir gerðu, sem
fóru til Ameriku. Hólmaprestakall var ekki veitt peim presti,
sem fólkið vildi fá, er síra Hallgrímur Jónsson, prófastur Sunn-
mýlinga, var allur 1880, síra Jónasi syni hans, sem verið hafði
aðstoðarprestur á Hólmum í 9 ár. Var síra Daníel Halldórssyni
á Hrafnagili, prófasti Eyfirðinga, veitt brauðið, en hann kaus
fremur að fara búnaði sínum í annan landsfjórðung en að flytjast
til Akureyrar, pai sem kirkja var reist 1863 og fólki fjölgaði svo,
að einboðið var, að sóknarpresturinn sæti. Töldu stiftsyfirvöldin
eigi fært að veita síra Jónasi brauðið, sem var eitt hið tekjuhæsta á
landinu, vegna æsku hans. enda hafði hann ekki verið sóknar-
prestur. Er samanburðurinn á þeirri ályktun og veitingu síra
Lárusar fyrir Valþjófsstað 3 árum fyrr hastarlegur fyrir biskup
og kirkjuvaldið. — Jón Ólafsson skáld frá Kolfreyjustað, ritstjóri
á Eskifirði frá 1877, hafði forgöngu um pað á almennum fundi,
að fólk segði sig úr þjóðkirkjunni og stofnaði fríkirkju, ef síra
Jónasi yrði ekki veittir Hólmar. Svarið var bréf frá biskupi, pai
sem hann reynir með illu og góðu að fá menn ofan af pví að
ganga úr þjóðkirkjunni og er svo seinheppinn að nefna kónginn
og hollustu við1 hann! Leið svo fram vfir áramót 1883, að fríkirkju-
menn fengu engan prest né staðfestingu safnaðarins. Má vel vera,
að vitneskjan um þetta hefði áhrif á síra Lárus, en nokkuð er,
að þegar fréttist, að hann væri að fara úr embætti á Valþjófsstað
vegna ágreinings við kirkjustjómina, biðu fríkirkjumenn ekki
boðanna og réðu hann til sín. Setti hann f>au skilyrði, að hann
mætti breyta í ýmsu frá helgisiðum pjóðkirkjuimar, afleggja
rykkilín og hökul með öllu og hempuna að nokkru, og ekki kvaðst
hann mundu tóna í messunni. Gengu utankirkjumenn að þessu,
enda jrótt þeim væri ekki áhugamál að taka upp aðra kirkjusiði
eða breyta í nokkru frá venju, en verst j>ókti miönnum að missa
tónið. Staðfestir það, að fríkirkjan var aðeins stofnuð vegna
óánægju með veitingavaldið. Prestkosningar vom lögleiddar upp
úr jressu, eða 1884, og má rekja j>að beint til frrkirkjuhreyfing-
arinnar í Hólmaprestakalli, enda fengu skeleggir forystumenn