Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 81
MÚL AÞING
79
hennar ódeigan foringja |>ar sem síra Lárus var. Þannig átti að
fyrirbyggja frekari hóp-úrsagnir úr þjóðkirkjunni og tókst það
nær alveg, þótt trúfrelsi kæmist á um þessar mundir.
En hvaðan komu fólki við Reyðarfjörð hugmyndir um utan-
þjóðkirkjusöfnuð? Um það hefur sjaldan verið spurt, rétt eins
og þessi uppreisnarkennda hreyfing væri ofur eðlileg og sjálf-
sögð. Þetta var ekki í fyrsta skiptið, að söfnuður fekk allt annan
prest en þann, sem þorri fólksins hefði kosið. Á óánægju hafði
bryddað, en aðeins svo að lítið bar á. Opinber mótmæli voru
nær óþekkt í þessu efni, nema hvað síra Ásmundur Jónsson
þokaði úr embætti dómkirkjuprests í Reykjavík 1854 vegna ein-
dreginna óska framtakssamra sóknarbarna, en hann var svo
lágróma og fljótmæltur, að ekki heyrðist til hans í kirkjunni.
Fekk hann í staðinn eitt þriggja mestu vildarsetra kirkjunnar.
Odda á Rangárvöllum, og sýndi kirkjustjómin í því, að hún var
miðlungi samþykk aðfinnslunum, þótt léti undan því sinni. —
Hinar nýju hugmyndir, sem bomar voru uppi af sigurstrangleg-
um ásetningi í Hólmaprestakalli vora komnar frá Ameríku. Á
þessum tímum var vart um annað talað, en hina nýju álfu, frelsi
manna j?ar og möguleika. Bréf frá hinum fjölmörgu Austfirð-
ingum, sem vestur fóra, bára fréttir af merkilegum hlutum, sem
vöktu undrun fólks og aðdáun, en minna gætti frásagna af
erfiðleikum og vonbrigðum, sem er skiljanlegt í ljósi hins íslenzka
stolts. Og ekki var lítið talað um trúmálin, sem gegnsýrðu allt
félagslíf Vestur-íslendinga í áratugi, og ullu svo miklum ágrein-
ingi og átökum, að menn tóku sig upp í heilum flokkum og
námu nýjar og fjarlægar lendur aðeins til þess að geta lifað í
samfélagi bræðra og systra í trúnni. Jón Ólafsson hafði verið
í Vesturheimi, og það var hann fyrst og frernst, sem hafði for-
göngu í fríkirkjumálinu bæði heimafyrir og svo á Alþingi, þar
sem hann átti sæti 1881—1889. Ekki varð honum pó ágegnt í
þinginu um lagasetningu og löggildingu utankirkjusafnaða, fyrr
en síra Þórarixm Böðvarsson í Görðum veitti honum lið 1885,
en unnt er að telja marga þjóðkirkjupresta, sem upp frá því urðu
mjög hlynntir fríkirkju, s. s. síra Sigurður Gunnarsson á Val-
þjófsstað, síra Jón Jónsson í Stafafelli og síra Matthías Jochums-