Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 82
80
MÚLAÞING
son, sem aðhylltíst unitarisma, en fcirri stefnu kynntist hann á
ferðum s/num erlendis. Þegar Jóni Ólafssyni hafði tekizt að
foka málinu í gegnum þingið, fór síra Lárus til Kaupinhafnar
að fylgja því eftir. Ólafur bróðir hans var þar fulltrúi íslenzku
stjómardeildarinnar og var honum hjálplegur um að ná konungs-
fundi. Loks voru lögin staðfest hinn 19. febrúar 1886 og varð
nú síra Lárus formlegur og lögfuliur safnaðarprestur, þótt ekki
sé það skráð fyrr en í janúar 1887, en fríkirkjumenn í Hólma-
prestakalli opinberlega viðurkenndir með fullum réttindum eftir
margra ára baráttu. Kirkja safnaðarins hafði risið 1884 á Eski-
firði, veglegt og fagurt hús, sem komið var upp af þeim eldmóði,
sem hin félagslegu vandkvæði kyntu undir, og jók það mjög
á dýrðina í fríkirkjunni, að síra Lárus hafði keypt orgel í Dan-
merkurferðinni 1885. Var það eitt hið allra fyrsta hljóðfæri í
kirkju á Austurlandi og þótt víðar væri leitað. Frú Kristín var
organistinn, talin mjög fær, en hún hafði lært að gera organum
af Pétri föður sínum, brautryðjanda kirkjutónlistar á íslandi.
í fardögum 1888 fengu fríkirkjuprestshjónin ábúð á Kollaleiru
og fluttust þangað frá Grund. Var síra Lárus þingmaður 1886—
1891 og hafði ýmislega ívasan félags- og framfaramála, er sýnir,
að Sunnmýlingar litu starf hans og söfnuð síður en svo homauga.
Árið 1899 fór síra Lárus alfarinn suður til Reykjavíkur eftir 16
ára þjónustu í fríkirkjunni eystra. Tók hann þá ákvörðun vegna
áskorana nokkurra Reykvíkinga, sem vildu fá hann fyrir frí-
kirkjuprest þar. Fyrir atbeina hans og dugnað var komið þar
upp miklu kirkjuhúsi, sem enn stendur við Fríkirkjuveginn, sem
svo var nefndur. En þegar þessi veglega kirkja var vígð hinn 22.
febrúar 1903, kom síra Lárus hvergi nærri. Söfnuðurinn hafði
tekið sér annan prest. Vom það honum sárari vonbrigði en
orð fá lýst. í júní sumrinu fyrr var síðasta heftíð prentað af
Fríkirkjunni, mánaðarriti til stuðnings frjálsri kirkju og kristin-
dómi, sem hann hélt úti frá 1899. I ritinu má kynnast til hlítar
skoðunum síra Lámsar, sem hefur alls ekki verið frjálslyndur
í trúmálum, sem oft er þó álitið, helztu stefnumálum frfldrkju-
hreyfingarinnar og starfsemi. Útgáfa þessi hlýtur að teljast hin
merkasta og ber áhuga hans og starfsdugnaði órækt vitni, en