Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 83
múlaþing
81
ritið er hið vandaðasta að öllum frágangi. Þess er pó ekki getið
í Guðfræðingatali, þótt taldir séu sálmar síra Lárusar í einstök-
um útgáfum og þýðingar. En ]>a.ð er sýnilegt við lestur tíma-
ritsins Verði ljós, sem síra Jón Helgason Prestaskólakennari og
síðar biskup gaf út á þessum árum ásamt fleirum, að Fríkirkjan
velgdi J>jóðkirkjumönnum undir uggum.
Eftir að samvinnuslit urðu með síra Lárusi og fríkirkjumönn-
Um í Reykjavík, vann hann ýmis störf syðra meðan kraftar
entust, en upp frá |>cssu fór heilsu hans hnignandi. Hann dó á
Jónsmessu 1908 á 58. aldursári. Hin „frjálsa kirkja" og sá
kristindómur, sem hann hafði byggt upp frá grunni og fómað
fyrir sjálfum Valj?jófsstað í Fljótsdal, vináttu dr. Péturs biskups
og fleiri vildarmanna, öruggri lífsafkomu og embættislegri virð-
ingu í hinu hægrisinnaða }>jóðfélagi íslendinga, hafði ekki aðeins
brugðizt honum, en hafnað. Æ.vikvöldið var stutt og biturt. Trú
hans á landið hafði komið honum í koll. Auðveldara hefði hon-
um veitzt, ef fylgt hefði straumnum frá Austurlandi til Kanada
1883.
3 böm síra Lárusar og frú Kirstínar dóu ung: 2 hin elztu,
Sigríður og Halldór, jædd á Valþjófsstað 1877 og 1878, og hið
yngsta, Gunnþórunn, fædd á Kollaleiru 1890. 4 barnanna komust
upp: Guðrún rithöfundur og júngmaður, fædd á Valj>jófsstað
1880, kona síra Sigurbjörns Á. Gíslasonar í Ási í Reykjavík.
Frú Guðrún var vinsæll skáldsagnahöfundur og þjóðkunnug
fyrir ræðumennsku og forgöngu í félagsmálum. Komung steig
hún í stólinn á Hofi í Vopnafirði og flutti predikun á hinu forna
frægðarsetri afa síns. Var slíkt einsdæmi langt fram eftir öldinni
°g j’á fráleitt, að stúlkur gætu orðið prestar. Hún dmkknaði f
Tungufljóti í Árnessýslu hinn 20. ágúst 1938 ásamt 2 dætrum
sínum. — Halldór hraðritari í Reykjavík var einnig fæddur á
Valþjófsstað, rúmu ári yngri en Guðrún, Pétur fulltrúi á skrif-
stofu Alþingis var fæddur j>ar vorið 1882, dáinn 1952, en
Valgerður fæddist á Eskifirði 1885. Hún giftist síra Þorsteini
Briem ráðherra, listræn gáfukona, sem dætur þeirra hjóna. Frú
Valgerður dó ung um sumarmál 1924.