Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 84
82
MÚLAÞING
Frú Kirstín lifði báðar dæturnar, en hún lézt fullra 90 ára
haustið 1940, víðkunnug merkiskona.
—O—
Samkvæmt samsteypulögunum 1880 skyldu Ás- og Valþjófs-
staðarprestaköll sameinast og prestsetrið vera á Valþjófsstað.
Síra Sigurður Gunnarsson á Ási fekk sjálfkrafa veitinguna fyrir
Valþjófsstað, f>egar síra Lárusi hafði verið vikið þaðan. Gat
hann setið enn um sinn undir Ási, ef vildi, og þjónað báðum
sóknunum þaðan. en hann kaus fremur hinn ríkari og stærri
staðinn, sem hann þekkti vel frá uppvaxtarárum sínum á Brekku.
Þegar hann fluttist inneftir vorið 1884, var lokið sögu prestseturs-
ins á Ási. Settust Margret systir síra Sigurðar og Jörgen Sigfússon
maður hennar að búi á staðnum. Hefur hann síðan verið bænda-
garður, en nú Iengi undanfarið í eyði, eins og frá var sagt í
pætti um Ás í 8. hefti Múlajúngs.
Síra Sigurður var fæddur á Mýrarstað í Borgarfirði hinn 25.
maí 1848, sonur Gunnars bónda j>ar og síðar á Brekku í Fljóts-
dal Gunnarssonar og konu hans Guðrúnar Hallgrímsdóttur
skáldbónda í Stóra-Sandfelli í Skriðdal Ásmundssonar. Gunnar
var albróðir síra Sigurðar á Desjarmýri og síðar prófasts á
Hallormsstað. Voru j?eir af hinni s. n. Gunnarsætt, synir Gunnars
bónda á Daðastöðum og Hallgilsstöðum á Langanesi Skíða-
Gunnarssonar bónda á Mýlaugsstöðum. Ærlæk og Ási í Keldu-
hverfi Þorsteinssonar prests á Eyjadalsá og síðan Skinnastað Jóns-
sonar. Kona Skíða-Gunnars, amma þeirra bræðra, var Vilborg
Þorvarðsdóttir frá Sandi í Aðaldal, en kona Gunnars á Hallgils-
stöðum, móðir þeirra, var Elísabet Sigurðardóttir frá Skógum
í Öxarfirði. Má af þessu sjá, að hér eru hreinir Þingeyingar á
ferð, en móðurætt síra Sigurðar á Valþjófsstað er hins vegar
bundin Austurlandi. Hallgrímur í Stóra-Sandfelli, afi hans, var
sonur Ásmundar Helgasonar bónda á Hvalsnesi í Lóni, er var
bróðir hins misþokkaða sýslumanns Jóns í Hoffelli. Komu þeir
bræður úr Eyjafirði suður í Austur-Skaftafellssýslu. Indriði og
Hallgrímur synir Ásmundar fluttust austur á Hérað, ungir menn
og vaskir, og bjuggu )>eir alla tíð síðan í Skriðdal, sem Benedikt
Gíslason fræðimaður frá Hofteigi gerir ítarlega grein í viða-
J