Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 87
múl aþing
85
úr. Munurinn á kirkjunum var heldur ekki mikill, þær voru
báðar lélegar, enda urðu brátt umskipti. Hitt hefur meiru ráðið,
að Fljótsdalurinn var síra Sigurði kær frá uppvaxtarárunum á
Brekku og, að honum þókti ýmist mótdrægt í Fellum og blandað
hið mannlega selskap. Nágrennisins við Hofsbónda var ekki að
sakna, en ummæli síra Sigurðar, sem hníga í pá átt ærið napurleg
og vitnar hann par til reynslu síra Vigfúsar Guttormssonar fyrr
á árum. Þá eru einnig varðveittar heimildir, er sýna, að síra
Sigurður var ekki upp með sér af sumum sóknarbömunum í
Út-Fellum, en vera má, að gáski hans í bréfi til skylds og trú-
verðugs frænda, Bjama Jónssonar kennara, ýki pá j>ykkju nokkuð
eða stundleg þreyta bæri hann ofurliði. „Frá gröf til grafar“ er
yfirskrift daganna, þegar hann ritar eitt bréfið, en um pæv mund-
ir, snemma árs 1890, jarðsöng hann 3 daga í röð undir Ási, og
síðar f>ann vetur segir hann: „Ég er einatt þreyttur. Mitt starf er
ekki lagað til að geta dýrkað músumar (vísindin). Ég er nálega
alltaf á hestbaki og verð líklega að hesti á endanum“ (sbr. danska
máltækið: „Heimskur sem hestur“).
Þegar síra Sigurður hafði verið 4 ár á Valþjófsstað, var hann
búinn að koma upp nýrri kirkju. Færði hann kirkjustæðið all
langt austur frá staðnum, J>ar sem sléttar grundimar koma að dá-
litlum bakka, og var }>ar einnig tekinn upp nýr grafreitur. Hinar
fyrri kirkjur stóðu heima á staðnum og horfðu saman bæjardyr-
og kirkju, sem víðast var sett, en kirkjugarðurinn umhverfis, að-
eins nokkurt hlað í milli. Nýja kirkjan var háreist og glæsilegt
hús og vandað mjög að viðum, kom tilhöggvið frá Noregi. Síra
Sigurður hafði ámálgað J>að við 3 sóknarbændur, er kirkjusmíðin
var í undirbúningi, að þeir flytti kirkjuviðinn frá Seyðisfirði á
byggingarstað og ]>eir víst ekki tekið illa, en töluverður tími til
stefnu. En þegar Halldór Benediktsson á Skriðuklaustri, sem var
kirkjusmiðurinn, gekk eftir )>essum vinnuloforðum, voru undir-
tektir þær, að Brynjólfur Þórarinsson á Brekku var renus, Jón
Þorsteinsson í Brekkugerði sagði pass, en Sölvi Vigfússon á
Amheiðarstöðum sveik lit, eins og Halldór komst að orði um
viðbrögð þeirra þremenninganna, þegar hann greindi síra Sigurði
frá. Allt um þessa tregðu spilamannanna komst kirkjuviðurinn