Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 88
86
MÚLAÞING
uppeftir og kirkjan reis og var vígð 1888. Það gerði síra Sigurður
sjálfur, pví að hann var prófastur Norðmýlinga frá vori á pví ári.
Hin nýja Valfijófsstaðarkirkja bókti mjög fagurt hús innan.
enda var hún björt og rúmgóð, gluggar bogadregnir í rómönskum
stíl, 3 á hvorri hlið, hátt undir hvelfingu, sem pá var nýlunda
og jjókti mikil prýði, en smíði ailt vandað og frágangur fágaður.
Að utan vakti kirkjuhúsið óskipta athygli og aðdáun. Gnæfðan
tum á stöpli hafði ekki borið fyrir augu manna á Héraði í marg-
ar kynslóðir, en falleg hluttöll kirkjuskipsins nutu sín svo vel,
sem orðið gat á hinu víða kirkjustæði, þar sem ekki skyggði á,
en aðdragandi til fjallsins all mikill. En pað verður ekki við öllu
séð. Nýju kirkjunni hafði verið valinn staður af meiri smekkvísi
en hyggindum. Sama lögmál gildir um bæjar- og kirkjustæði, að
pví er sjaldan breytt til bóta. Hér sannaðist pað á pví, að kirkjan
tók á sig mikil veður, alls óvarin á víðáttumiklum grundunum,
en á Valpjófsstað verður afar hvasst, einkum í NV átt, og jafnvel
enn meiri veðurhæð austur á völlunum en heima á gamla staðn-
um undir fjallsrótum. I átakaveðrum titraði kirkjan svo, að rúður
brotnuðu. en áfoki varnað með hlerum, og loks kom að pví,
að kirkjan skekktist. Ekki var pó talin hætta á, að fyki, þótt
ýmsir óttuðust, að svo færi, húsið var rambyggt á tvöfaldri grind,
en grjótfyllt milli (úlja upp að gluggum. Þessi veglega kirkja
stóð í nærri 80 ár. Var að henni sjónarsviptir, en endurbygging
álitin hæpin. pví að henni hafði verið lítið við haldið mörg hin
seinni árin, eftir að hún tók að skekkjast og bila. En geta má
þess, að í prófastsúttekt 1933 er hún talin vel stæðileg og í góðri
umhirðu, aðeins vandkvæði um reykháfinn, sem brotnað hafði,
er húsið liðaðist í óveðri.
Ólíkt pví, sem var fyrr á öldum, er fárra kirkjugripa að
minnast í úttektargerðum síðari tíma. Hinn frægi og dýrmæti
fomgripur, Valjjjófsstaðarhurðin, sem talin er gerð um 1200,
var látin burt af staðnum fyrir þann tíma, sem hér greinir, en
síra Stefán Ámason afhenti hana dönskum 1852. Hafði hún pá
verið í ytri dyrum kirkju um sinn og pví veðrast nokkuð, en
áður mun hún ávallt hafa verið í innri dyrum, fyrrum í pvi
stórhýsi, sem stafkirkjan á Valþjófsstað var, en til marks um