Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Side 89
MÚL AÞING
87
lofthæðina er það, að hurðin, sem nú er 206,5 cm há, er talin
stytt um y3 hluta á hnignunartíma kirkjugerðarlistar eftir siða-
skipti. Danir skiluðu þessum mesta dýrgrip Þjóðminjasafnsins
1930. Eftirlíking, sem Halldór Sigurðsson listamaður í Miðhús-
um við Eyvindará gerði af sínum alkunna hagleik, er nú hin
bezta kirkjuprýði á Valj?jófsstað og minnir á foma frægð hins
mikla stórbýlis og höfðingjaseturs pjóðvcldistímans. — Auk
hins venjulega, einfalda búnaðar íslenzkra kirkna er hér að telja
verðmæta, gamla gripi þar sem eru kaleikur, patína og oblátu-
dósir af silfri. Sigurður gullsmiður frá Víðivöllum, sonur Þor-
steins sýslumanns Sigurðssonar, smíðaði pessa listmuni á ofan-
verðri 18. öld, eins og líkast til skírnarskálina í Vallanesi, sem er
einn hinna merkustu kirkjugripa á Héraði.
Þegar þess er gætt, hve hin nýja kirkja jók vegsemd Valþjófs-
staðar og hins, að síra Sigurður átti góðri kirkjusókn að fagna
°g gat haldið uppi þróttmiklu prestsstarfi í heimasókninni og
viðhlítanlegu í Fellum, að hann var prófastur og hafði verið
kjörinn á Júng fyrir Sunnmýlinga á kjörfundi í Þingmúla 1891,
er það eigi lítið undrunarefni, að hann skyldi sækja burt frá
Valþjófsstað 1893. Ástæðan er talin sú, að kona hans var ekki
heilsusterk, en læknir hafði látið í Ijósi, að henni væri hollara að
vera við sjávarsíðu en frammi í dalbyggðum. Frú Soffíu var
hvert um geð, að maður hennar sækti burt af æskustöðvunum
hennar vegna, og vissi hún ekki, fyrr en honum var veitt Helga-
fellsklaustursprestakall við Breiðafjörð í febrúar 1894, að hann
hafði sókt þangað haustinu áður. Kosning hafði farið fram hinn
19. desember, og svo voru menn kosningarréttinum fegnir þar
vestra, að 4/5 atkvæðisbærra manna sóktu kjörfundinn. Ekki
dró úr, hvert orð fór af síra Sigurði. Varð ekki aftur snúið og
fluttust j?au hjón vestur á næsta sumri og settust að í Stykkis-
hólmi. Enda j)ótt síra Sigurður sæi eftir Valþjófsstað og æsku-
dalnum sínum, er kunnugt, að honum var ósárt um að hætta
búskap. Eins og alla skyldu rækti hann bú sitt vel, en hann hafði
aldrei ætlað sér að verða bóndi og allra sízt á stórjörð. Fram
undir Jætta fylgdi bóndastaðan prestsstarfinu nær óhjákvæmilega,
og var j>að meðal annars af j>ví, að síra Sigurður hugðist ungur