Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Qupperneq 92
90
MÚLAÞ'ING
Stöðvarprestakall í maí byrjun, en ekki borizt um það vitneskja,
er nokkrir nefndarmenn þaðan komu norður að sækja hann um
sumarið, en pá var farið að lengja eftir prestinum.
Síra Kristinn Daníelsson frá Hrafnagili var 16 árum yngri en
síra Guttormur, prestur á Söndum í Dýrafirði frá hausti 1884.
Ári fyrr en Valþjófsstaður losnaði, var síra Kristinn einn um-
sækjenda um Breiðabólstað í Vesturhópi, og enn sókti hann um
Hof í Vopnafirði 1899 og um Akureyri, hina gömlu sókn föður
síns, árið 1900. Eru nokkur kyn, að síra Kristinn skyldí sækja
austur, par sem fríkirkjan í Hólmaprestakalli var stofnuð, er
föður hans voru veittir Hólmar gegn vilja alls þorra sóknarfólks-
ins. Voru þau mál öll fersk og umtöluð enn, ekki sízt ]?ar sem
til fríkirkjuhreyfingar kom í Vallanes- og Þingmúlasóknum 1892.
er ekki var heimiluð prestskosning par og hin ungu og vinsælu
lög pví brotin. Hlutur síra Kristins varð pví lítill í Valpjófsstaðar-
kosmngunni og mun ekki hafa bætt um, að hann talaði máli
fríkirkjumanna sem pó nokkrir aðrir frjálslyndir prestar.
Sigur síra Þórarins má fyrst og fremst rekja til tengsla hans
við síra Sigurð Gunnarsson, en pau voru þannig, að Brynjólfur
bróðir síra Þórarins var kvæntur Sigurveigu systur síra Sigurðar,
og bjuggu pau á Brekku eftir foreldra hennar, sem þar höfðu
setzt að búi 40 árum fyrr. — Síra Þórarinn var fæddur á Skjöld-
ólfsstöðum hinn 10. marz 1864, og voru foreldrar hans Þórarinn
bóndi Stefánsson prests á Skinnastað Þórarinssonar prests og
sálmaskálds í Múla í Aðaldal, bróður Benedikts Gröndals eldra,
Jónssonar, og kona hans Þórey dóttir síra Einars í Vallanesi
Hjörleifssonar. Er þess að minnast, að ]ægar síra Einar fekk
Vallanes 1850, varð síra Vigfús Guttormsson að víkji þaðan.
Mun síra Guttormi hafa verið enn meiri skapraun að falla fyrir
síra Þórarni dóttursyni hans nú af þeim sökum, enda 19 árum
eldri og hafði þjónað ]>eim aldursmun lengur. — Síra Þórarinn
missti foreldra sína ungur og fór upp frá ]>ví í fóstur að Goðdöl-
um í Vesturdal til síra Hjödeifs móðurbróður síns, er síðar fór
að Undirfelli í Vatnsdal. Þar hlaut hann undirbúning skólanáms
og hélt síðan suður í Latínuskólann, par sem hann lauk stúdents-
prófi 1886, en sumarið 1890 Prestaskólaprófi. Voru honum veitt
J