Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 94
92
MÚLAÞING
með öllu sýndist ófært, að síra Magnús tækist á hendur þjónustu
Valþjófsstaðar- og Ássókna til viðbótar Vallanes-, Þingmúla- og
Hallormsstaðarsóknum, en skömmu fyrr þjónuðu 5 prestar þess-
um 5 sóknum, svo sem ávallt hafði verið skipað, unz allri reglu
var kollvarpað 1880.
Nýju prestshjónin, sem komu að Valþjófsstað vorið 1895, sátu
staðinn í 45 ár. Var heimili þeirra rómað eins og prófessor Stefán
Einarsson segir í ritgerð í Skírni 1930, þar sem hann fjallar um
menningu á Austurlandi: „Er risna þessara hjóna kunnari en
frá þurfi að segja, hafa þau um langt skeið með söng sínum og
fjöri gert Valþjófsstað að menningarmiðstöð eigi aðeins í sveit-
inni, heldur svo að segja um allt Austurland". Það er ekki ofsagt,
að Valþjófsstaðarheimilið væri góðkunnugt eystra fyrir gestrisni
og glaðværð, en ferðamenn báru hróður þess víða um land. Er
einmælt, að skemmtilegra setur væri vandfundið, meðan böm
þeirra hjóna voru öll á lífi og í foreldrahúsum. Enn er til þeirra
jafnað, hinna glæsilegu, söngelsku Valþjófsstaðarsystkina. f réttri
aldursröð voru þau: Þuríður, fædd 1892, dáin 1929, gift Einari
Sveini Magnússyni frá Mjóanesi í Skógum, bónda á Valþjófs-
stað. Sigríður Soffía, fædd 1894, dáin 1972, kona Ara læknis á
Hjaltastað, Brekku og síðast Egilsstöðum Jónssonar. Jón, fædd-
ur 1895, bóndi á Skörðum í Reykjahverfi, kvæntur Solveigu
Unni Jónsdóttur frá Skörðum. Þórhalla, fædd 1897, gift Bimi
bankafulltrúa í Reykjavík Bjömssyni frá Laufási. Unnur, fædd
1898, dáin 1924, gift Bjarna bókbindara syðra Ólafssyni, og er
þeirra sonur Þórarinn bóndi á Hjarðarbóli í Fljótsdal. Bryndís,
fædd 1899, kona síra Áma Sigurðssonar fríkirkjuprests. Margret,
fædd 1902, dó í bernsku. Þórarinn, fæddur 1904, guðfræðingur,
kennari á Eiðum frá 1930 og skipaður skólastjóri þar 1938,
gegndi pví starfi til 1965, annálaður höfðingi í menningarmálum
Austfirðinga. Fyrri kona hans var Helga Guðríður Björgvinsdótt-
ir sýslumanns Rangæinga Vigfússonar prests á Ási Guttorms-
sonar. Helga dó á 2 ára brúðkaupsafmæli þeirra hinn 27.
september 1937, aðeins 34 ára. Haustið 1940 kvæntist Þórarinn
síðari konu sinni, Sigrúnu Sigurþórsdóttur frá Reykjavík, sem
var honum samhent mjög í löngu skólastarfi á Eiðum og naut