Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Qupperneq 95
múl aþing
93
mikils álits eystra. Er Þórarinn lét af störfum á Eiðum, fluttust
þau hjónin suður, þar sem Þórarinn stundaði enn kennslu næstu
árin ásamt umsvifamiklum félagsmálaafskiptum og ritstörfum.
Sat hann m. a. lengi í kirkjuráði og á kirkjuj>ingi og hefur verið
frumkvöðull lýðskólahreyfingar og formaður Skálholtsskóla-
félagsins frá stofnun þess 1969. Og í skógræktarmálum hefur
hann löngum látið mikið til sín taka svo að nokkuð sé nefnt.
Yngstur Valpjófsstaðarsystkinanna var Stefán, fæddur 1907,
dáinn 1938. Hann var mjög músikalskur og lék svo vel á hljóð-
færi, sem Bryndís systir hans, að mikið pókti til koma. Stefán
nam í Samvinnuskólanum og var síðan við verzlunarstörf í
Reykjavík. Hann var kvæntur Margreti Sveinsdóttur úr Reykja-
vík og voru J>au bamlaus, en fyrir hjónaband átti Stefán son
þann, er Ingvar hét og lauk cand.mag. prófi frá Háskóla íslands,
en dó ungur, hið bezta mannsefni.
Síra Þórarinn bar höfðinglegt yfirbragð, og er [>ess enn minnzt
á Héraði, hve karlmannlegur hann var og glæsilegur ásýndum.
Og svo var hann þrekmikill, að ærinn starfi heima fyrir á stóru
búi og ferðalögin um prestakallið voru honum leikur einn fram
á efri ár, en allt var farið á hestum í prestskapartíð hans, enda
opnaðist ekki bílvegur upp Fell og að Valþjófsstað fyrr en 1936.
Á tímabili fyrr á árum ]>jónaði hann einnig Brúarkirkju á Jökul-
dal, en pangað er firna langt og á fjalli að fara og yfir Jöklu að
sækja. — Valpjófsstaðarjörð nýttu þau síra Þórarinn vel og stóðu
í ýmsum framkvæmdum, sem bættu staðinn. Hið litla ]>ýfi, sem
fannst í hinu víða og sléttlenda túni var jafnað, 555 faðma langur
áveitugarður hlaðinn á landamerkjum við Skriðujörð og girðingar
langar lagðar, þar sem allt Valpjófsstaðames var friðað, en hlöður
byggðar. Aldamótaárið var áhöfn jarðarinnar 10 nautgripir, 330
fjár og 16 hestar, og mun bústærðin hafa haldizt svipuð fram um
1926, er Einar Sveinn og Þuríður settust í sambýli með prests-
hjónunum. En til dæmis um ]>að, hve margmennt var á staðnum
skal þess getið, að um aldamót eru ]>ar 19 í heimili, en um 1930
15. Þegar ]>au Einar Sveinn hófu búskap, var byggt tveggja hæða
timburhús við gamla bæinn og stendur ]>að enn, sem og bærinn
að mestu, en hann er frá fyrstu árum síra Þórarins, portbyggð