Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Qupperneq 97
MÚLAÞING
95
hans og fágað stílinn, en umfram allt einkenndust predikanir
hans og líkræður af hlýleik og næmi hans á aðstæður. Þá prýddi
hann mikil og fögur rödd, sem hann beitti af snilld, svo að fal-
legu tóni hans var við brugðið. í uppfræðslu barna og ungmenna
náði hann miklum árangri og má rekja það til uppeldisins hjá
síra Hjörleifi á Undirfelli, en hann var einstakur áhugamaður um
kristindómsfræðslu og brautryðjandi í kirkjulegum æskulýðs-
málum. Þessi þáttur starfsins varð ekki ræktur, nema með árvekni
í húsvitjun eins og skólahaldi var háttað, og lét síra Þórarinn
ekki sinn hlut eftir liggja í pví efni allt fram á síðustu starfsárin.
Persónulega er honum svo lýst, að hann væri maður hrein-
skilinn og sjálfstæður í skoðunum, frjálslyndur og víðsýnn og
frábitinn hvers konar hégómaskap, glaður og reifur og skemmti-
legur í viðræðu um hvaðeina. Hraustmenni var hann og jafnan
heilsugóður, nema síðasta misserið, en hann dó á Brekku hjá
Sigríði dóttur sinni og Ara lækni, rótt og jmautalaust og án }>ess
að }>urfa að bíða dauðans í banalegu, hinn 3. júlí 1939. Útför
hans var gerð á Valþjófsstað lrinn 15. júli. Síra Ámi Sigurðsson,
tengdasonur hans, sem tíðum hafði dvalizt á Valþjófsstað á sumr-
um, flutti húskveðjuna, en síra Jakob Einarsson prófastur á
Hofi líkræðu í kirkju. Síra Árni lýsir }>essum degi svo í minningar-
grein: „Veður var dásamlegt, sólbjart, lygnt og hlýtt, Fljótsdal-
urinn klæddur sínu skærasta skrúði, og Valþjófsstaður fegri en
nokkru sinni fyrr. Til útfararinnar komu prestar úr prófasts-
dæminu og mikill fjöldi manna úr öllum nálægum sveitum. —
Útförin var virðuleg og bjart yfir henni, eins og minningu hins
látna heiðursmanns. Allir viðstaddir fundu með sjálfum sér og
ræddu um pað hver við annan, að hér væri góður og vinsæll
maður genginn, og mikil breyting orðin á staðnum, er hann hafði
svo lengi prýtt“.
Frú Ragnheiður lifði mann sinn aðeins hálft annað misseri.
Hún lézt á Landspítalanum hinn 17. marz 1940. Síra Pétur
Magnússon í Vallanesi, sem }>jónaði Valþjófsstaðarprestakalli frá
vígslu sinni haustið 1939 til vorsins 1942, jarðsöng hana að við-
stöddu fjölmenni frá Valþjófsstaðarkirkju hinn 4. maí.
Breytingin á Valþjófsstað í Fljótsdal, sem menn }>óktust finna
að kveðju síra Þórarins sumarið áður, var að fullu gengin í garð.