Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 99
MÚL AÞING
97
held að ekkert verði af pví, pað er ekki veður til }>ess í dag. Það
brýtur fyrir alla voga,“ svarar Eyjólfur, en hann sá brjóta fyrir
Jakobsvog og Hundavog. „Ég skal ekki bjóða pér í veisluna
mína,“ segir Tryggvi, „ef pú kemur ekki með mér“. Þar átti pó að
taka eina bröndótta. Þeir glímdu oft. „Það verður að hafa það,
ég vona að við verðum eins góðir kunningjar eftir sem áður,“
segir Eyjólfur. „Ég fer út í Hammersminni og bið Bjöm að fara
með mér, hann er ekki eins ragur og pú,“ segir Tryggvi. „Að öllu
sjálfráðu fer Bjöm ekki heldur yfir fjörðinn í dag,“ segir Eyjólfur.
„Ég skal í Hamarsfjörðinn,“ segir Tryggvi. — „Það getur verið að
pú farir í Hamarsfjörðinn, en |>ú ferð ekki yfir haim í dag, vinur
minn,“ segir Eyjólfur. Að svo mæltu gekk Tryggvi frá Borgar-
garði og fór beina leið út í Hammersminni og bað Bjöm Bjöms-
son að fara með sér. Var hann vanur sjómaður og taldi hann
faert að fara úr Búlandshöfninni. En Ragnheiður Einarsdóttir,
kona Bjöms, neitaði að maður hennar færi og taldi ófært með
öllu að hann færi )>essa ferð. En hér mun hafa sannast gamalt
máltæki, að ekki verði feigum forðað, p\í ]>aö skipti engum
togum að Bjöm byggi sig til ferðar og færi með pdm félögum.
En nú víkur s.ögunni aftur að Borgargarði. Eyjólfur hirti fé
Stefáns Guðmundssonar verslunarstjóra, sem í daglegu tali var
kallaður Stefán faktor. Hafði hann búskap í Borgargarði um
margra ára skeið. Eyjólfur byrjaði að fara í húsin og gefa fé
Stefáns kom, en Guðjón fór með fé föður síns inn í höfn, einnig
gekk hann inn í Grænahvammshala pví hann sá hvar Einar
Sigurðsson kom með kindur frá Stekkjarhjáleigu. Þá kom Sören
Gunnarsson frá Fögruhlíð með klyfjaðan hest teymandi. Menn-
imir fjórir sem ætluðu á bátnum komu nú einnig og báru allir
eitthvað. Tveir peirra báru skrifborð á milli sín, sem Þórhallur
Daníelsson smíðaði og gaf bróður sínum Tryggva í brúðargjöf.
Það var fullt af bókum frá Þórhalli, séra Jóni Finnssyni og fleirum.
Þeir Guðjón og Einar biðu á kletti fyrir sunnan Búlandshöfn-
ina. En Sören fór strax til baka aftur með hestinn, )>egar búið
var að taka ofan af honum klyfjarnar. Mennirnir settu fram bát-
inn og bára í hann farangurinn. Eftir skamma stund voru }>eir
tilbúnir og lögðu frá landi. Þeir komust aðeins rétt út í hafnar-