Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 100
98
MÚLAÞING
mynnið, pá skall há alda yfir bátinn sem sökk á svipstundu. Að-
eins ein hönd sást eins og hún væri rétt upp úr sjávarlöðrinu.
Bjöm Erlendsson var staddur á Borgargerðiskletti og sá þegar
báturinn fórst, og fleiri. Guðjón og Einar hlupu strax af stað
og voru jafnir í hlaðið á Búlandsnesi. Sigurður Einarsson bjó f>ar
pá og Guðrún Ögmundsdótth kona hans, Hún lá á sæng að dreng
sem var nýfæddur. Sigurður og tveir menn aðrir brugðust strax
við og settu niður bát, ef hægt yrði að bjarga. Guðjón og Einar
biðu og vildu vita hvemig }»cim reiddi af. En báturinn komst
aðeins nokkrar bátslengdir, pá kom }>ung alda sem hvolfdi hon-
um. Mennimir prír komust allir á kjöl, mjökuðu bátnum upp i
fjöru og náðu þannig landi. Ekkert sást af feng pcim sem sjórinn
hafði helgað sér nema einn poki, sem í voru fjórir renndir fætur
undan skrifborðinu. En aldan kvað }>ungum róm við ströndina.
Guðjón Eyjólfsson fór fyrst heim, en þaðan út í skóla. Þórhallur
bróðir Tryggva var J?ar bamakennari. Ingibjörg sögukona mín,
var pá komin þangað ásamt hinum bömunum og segir svo frá:
Þórhallur spyr mig: „Kom ekki Guðjón og sástu til þeirra inn-
eftir?“ „Já,“ segi ég, „Guðjón fór með kindurnar“. Þegar Guðjón
kom kallaði Þórhallur á hann fram. Að lítilli stundu liðinni kem-
ur Þórhaliur ixm og segir: „Þið megið fara heim. En ég læt ykkur
vita hvort skóli verður á morgun“. í sömu svifum heyrðum við
gengið upp stigann. Þá vom }>eir komnir séra Jón Finnsson og
Ólafur Thoriasíus læknir að segja Þórhalli frá hinu sviplega slysi.
Þaðan fór presturinn niður í Hammersminni til að tilkynna
Ragnheiði lát manns hennar. „Ég bjóst við }>essu,“ sagði Ragn-
heiður við séra Jón. „Mig var búið að dreyma fyrir J>ví. Draumur-
inn var á þessa leið: Ég }>óttist vera stödd niðri við sjó, }>að glamp-
aði á sjóinn. Ég var með hring fagran á hendi, sem mér }>ótti mjög
vænt um. Allt í einu fannst mér ég vera óhrein á hendinni og fór
að gutla af henni í sjónum. En pá rann hringurinn af fingri mér
út í djúpið. Ég ætlaði á eftir hringnum, en sá að ég gat pað ekki.
Þá stendur maður við hJiðina á mér, sem segir: „Þú finnur hann
eftir rúm fjörutíu ár suður á Þvottárfjörum". Ragnheiður lifði rúm
fjömtíu ár eftir lát manns síns. — Hér endar frásaga Ingibjargar
Eyjólfsdóttur.