Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 111
MÚL AÞING
109
nefnið Býhóll hafi orðið til hjá þeim, sem ferð áttu til Seyðisfjarð-
ar um Fjarðarheiði.
Nafnið á kollinum á Bjólfi virðist a. m. k. á tímabili hafa verið
látið gilda um allt Bjólfsfjall og það pá verið kallað Býhóll.
II.
Þær heimildir um landsnámsmanninn Bjólf, sem nú eru kunnar,
er að finna í Landnámu (ísl. I, 184—186), en pær eru þessar:
1. Bjólfur kom frá Vors á Þulunesi í Noregi.
2. Bjólfur var fóstbróðir Loðmundar, sem dvaldi vetrarlangt í
Loðmundarfirði, rammaukinn mjög og fjölkunnugur.
3. Bjólfur nam Seyðisfjörð allan og bjó f>ar alla ævi.
4. Bjólfur átti dóttur, sem Helga hét. Hann gaf hana Áni inum
ramma og fylgdi henni heiman öll in nyrðri strönd Seyðis-
fjarðar til Vestdalsár.
5. ísólfur hét sonur Bjólfs, sem síðan bjó í Seyðisfirði og Seyð-
firðingar eru frá komnir.
Auk nefndra heimilda eru eftirtaldar munnmælasögur:
1 ■ í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar er getið jniðja bams Bjólfs,
er Sölvi hét.
2. Eins og áður er greint, er örnefni í fjallinu Bjólfur, sem Haugur
heitir. Munnmæli herma, að Bjólfur hafi látið heygja sig par.
3. Sumir kannast við ömefni í Strandartindi, sem nefnist Goða-
botnar, en aðrir nefna Kálfabotna. Munnmæli herma, að j>ar
hafi verið blótað á laun, eftir að kristni var lögtekin. Þessi
munnmæli snerta ekki Bjólf, en gætu snert afkomendur hans.
Landnáma getur ekki um forfeður Bjólfs. Hinsvegar er afkom-
enda hans getið með þcim hætti, að frá ísólfi syni hans séu Seyð-
firðingar komnir. Það er augljóst, að ef þeir vom frá ísólfi komnir,
pá vom þeir einnig komnir frá Bjólfi. Hvers vegna er pá miðað við
ísólf en ekki Bjólf? Ástæðan fyrir }>ví virðist augljós. Hafi Helga
Bjólfsdóttir verið gefin Áni inum ramma, sem líklega var sonur
Þorsteins kleggja í Húsavík, voru afkomendur hennar auðvitað
ekki taldir Seyðfirðingar, heldur Húsvíkingar, pó j>eir væm af-
komendur Bjólfs. Nákvæmara var j>ví að telja Seyðfirðinga komna
frá ísólfi.
Rekja má niðja Bjólfs með nokkuð öraggri vissu þannig: Sonur