Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 112
110
MÚL AÞING
hans var ísólfur. Sonur ísólfs og Ástríðar var Ásbjöm loðin-
höfði. Sonur Ásbjörns og Ingileifar var Þórarinn úr Seyðisfirði.
Sonur hans var Ásbjöm faðir Kolskeggs fróða. (ísl. I, 181).
Dóttir Ásbjamar Þórarinssonar, systir Kolskeggs, hét Ingileif.
Hún var móðir Halls Órækjusonar föður Finns lögsögumanns
(1139—1145). Kona Finns var Halldís Bergþórsdóttir Mássonar,
bróðurdóttir Hafliða Mássonar (fsl. æviskrár II, 10).
Auk framan greindra heimilda í Landnámu má styðja þetta
niðjatal Bjólfs og gjaforð Helgu við eftirfarandi:
1. Frásögn Kolskeggs um landnám í Seyðisfirði er frábrugðin
öðrum frásögnum hans um landnám að pví leyti, að hann greinir
frá dóttur Bjólfs, gjaforði hennar og heimanmundi. sennilega
vegna ættartengsla hans við hana.
2. Frásögn Kolskeggs hefst á landnáminu í Húsavík og svo
áfram suður Austfirði líklega vegna pess, að Húsvíkingar hafa
verið afkomendur Helgu Bjólfsdóttur langalangafasystur Kol-
skeggs.
3. Finnur Hallsson lögsögumaður hefur líklega verið fæddur
um 1100. Milli hans og Bjólfs eru sex ættliðir. Ef gert er ráð fyrir
35 ámm í hverjum ættlið, eru 210 ár á milli Bjólfs og Firms, sem
þýðir, að Bjólfur hefur verið uppi 890.
4. Austfirðir byggðust fyrst á Islandi segir í Landnámu (ísl. I,
202). Ingólfur Arnarsson er talinn fyrsti landnámsmaðurinn og
landnám hans miðað við árið 874. Ártal það, er tengist Bjólfi í
3. tölulið, kemur vel heim við pað, að hann hafi verið með fyrstu
landnámsmönnum á íslandi.
Landnám Bjólfs náði aðeins yfir Seyðisfjörð. Þegar hann gaf
Helgu dóttur sína Áni inum ramma, lét hann fylgja henni alla
norðurströnd fjarðarins inn að Vestdalsá, eins og fyrr er sagt.
Mlutur hennar virðist furðulega mikill, ef Bjólfur hefði átt fleiri
böm en systkinin ísólf og Helgu. Hér verður því haft fyrir satt,
að böm hans hafi aðeins verið þau tvö. Ömefni er í fjallinu
sunnan fjarðarbotnsins, sem nefnist Sölvabotnar. Ég hygg, að
hugmyndin um, að Bjólfur hafi átt son, sem Sölvi hét, eigi rót
að rekja til ömefnis þessa.
Líkindi fyrir j>ví, að Bjólfur hafi látið heygja sig í Haugnum,