Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 113
MÚLAÞING
111
svo sem munnmæli herma, eru ekki auðsæ. Vitanlega á ömefnið
rót sína að rekja til munnmælanna um að Bjólfur hafi verið
heygður þar. Það sannar ekkert um, hvar jarðneskar leifar Bjólfs
kunna að hafa verið heygðar eða jarðaðar. Ef Bjólfur hefur dáið
í fjallið, eins og H. Þ. telur sennilegt, var líklegra, að það hefði
verið á stað, sem blasti betur við landnámi hans en Haugurinn
gerir.
Það leiðir af framansögðu. að fátt verður um Bjólf sagt, sem
taiist geta örugg sannindi. Vert er þó að gefa gaum að nokkrum
atriðum sem hér á eftir verða talin.
1. Þórir inn hávi, er nam Krossavík (Vaðlavík), hefur verið tal-
inn kristinn maður, þegar hann nam land í Krossavík (Árbók F. f.
1955 bls. 120). Hann kom til íslands frá Vors í Noregi eins og Bjólf.
ur. f Landnámu er þess getið, að Austfirðingafjórðungur hafi fyrst-
ur fjórðunga verið fullbyggður og að Austfirðir hafi fyrst byggst
á íslandi. Af j?ví má álykta, að mörg ár hafi ekki verið á milli
landnáms Þóris í Krossavík og Bjólfs á Seyðisfirði. Sennilegt er
því, að þeir hafi þekkst og vitað um ferðir hvor annars. Niðjar
þeirra tengdust, og á milli þeirra var frændsemi. Þorleifur kristni
var hálfbróðir Þórarins Ásbjömssonar í Seyðisfirði. Fyrst Þórir
inn hávi hafði tekið kristna trú í Vors, er sennilegt og jafnvel
víst, að Bjólfur hafði þekkt til þeirra trúarbragða, áður en hann
lagði ferð sína til íslands.
2. Nafnið Bjólfur mun vera af enskum uppruna. Bjólfur kann
því að hafa átt ættir að rekja til Bretlandseyja. Þar var kristin trú
eldri en á Norðurlöndum. Trúarbrögð á þeim slóðum kunna því
að hafa haft áhrif á lífsskoðun Bjólfs.
3. Loðmundur inn gamli og Bjólfur voru fóstbræður. Loðmund-
ur skaut öndvegissúlum sínum fyrir borð og nam land, þar sem
pær ráku að landi milli Jökulsár á Sólheimasandi og Hafursár.
Hann hefur því verið ásatrúar. Ekki er sennilegt, að mikil kynni
hafi verið á milli þeirra fóstbræðra, eftir að Loðmundur nam land
og settist að á Sólheimum á Suðurlandi, því að Bjólfur bjó í
Seyðisfirði alla ævi eftir að hann nam þar land.
Það virðist hafa staðið illa í bólið hjá Loðmundi, þegar hann
yfirgaf Loðmundarfjörð og lagði á með þessum orðum: „Þat er