Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 114
112
MÚLAÞING
álag mitt, at þat skip skal aldri heilt af hafi koma, er hér siglir út“.
Vera má að Loðmundur hafi svo mjög hrifist af sveitiimi í Loð-
mundarfirði, sem goðin hröktu hann frá, að hann hafi ekki getað
unnt nokkrum manni að pu'fast par. Hafi Bjólfur verið snortinn
af kristinni trú, eftir að hann kom til íslands, hefur það síst verið
Loðmundi að skapi. Ef fóstbræðralag Loðmundar og Bjólfs hefur
verið jafn traust og pað var, pejar pcir sórust í það, mætti ætla,
að Bjólfur hefði fylgt Loðmundi suður á land. Þar skorti ekki
búsældarlegt land, ef marka má } á frásögn Landnámu, að frá
Homafirði til Reykjaness hafi síðasf orðið albyggt á landi hér.
(fsl. I, 202). Eins og fyrr getur, voru }h ir meðal hinna fyrstu land-
námsmanna og áttu því góðra kosta völ um landnám á þeim
slóðum. Bjólfur var heldur ekki bundinn af úrskurði goðanna um
landnám sitt eins og Loðmundur, því ekki er þess getið, að hann
hafi skotið öndvegissúlum sínum fyrir borð. Hann rauf því ekki
trúnað sinn við goðin, pó hann hefði fylgt fóstbróður srnum.
4. Á Austurlandi og í Austfjörðum eru nokki r bæjamöfn tengd
orðinu hof eða heita Hof. Á Jökuldal er bæi.nn Hofteigur. f
Borgarfirði er bær, sem heitir Hofströnd. Bæjarrafnið Hof er í
Vopnafirði, í Fellum á Fljótsdalshéraði, í Mjóafirði, í Norðfirði
og í Álftafirði (Geithellnahreppi). Aftur á móti er e.ikert örnefni
í Seyðisfirði, sem kennt er við hof.
Hér ber pó að geta örnefnisins Goðabotnar og munrmælanna
um, að þar hafi verið blótað á laun. Skálar þær, sem sumir nefndu
svo, eru hátt uppi undir klettum í Strandartindi. Ég heyréi þær
nefndar Kálfabotna. Nvlega hitti ég aldraðan og grcinargóðan
mann, sem hélt því fast fram, að skálar þessar hétu Goðabotrar.
Hann mátti vel um það vita, því þær blasa við handan fjarðar frá
æskuheimili hans. Hann sagði mér og frá munnmælunum um
það, að þama hefðu menn blótað á laun eftir kristnitökuna. G.iða-
botna er pó ekki getið í ömefnaskrá þeirri, sem Sigurður Vilhjá Ims-
son Hánefsstöðum tók saman og ekki heldur í ömefnaskrá, sem
Jón í Firði Jónsson og Haraldur í Firði Guðmundsson tóku sam-
an. Ég hef ennfremur átt tal við aldrað fólk, sem lengst af hefur
átt heima í Seyðisfirði, sem ekki kannast við að hafa heyrt þetta
ömefni. Mér hefur verið sagt, að nú hafi verið gert kort af bæjar-