Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 115
MÚL AÞING
113
landi Seyðisfjarðarkaupstaðar og á }>að merkt ömefni, m. a. Goða-
botnar nálægt }>eim stað, sem ég heyrði nefnda Kálfabotna.
Eins og áður er sagt, skiptir ömefni þetta ekki máli að }>ví er
varðar Bjólf landnámsmann, }>ví ummælin um goðablót eftir
kristnitöku hefðu átt sér stað um 100 árum eftir að Bjólfur var
allur. Hinsvegar ætti }>etta goðablót að hafa farið fram á tímum
Þórarins úr Seyðisfirði eða afkomenda hans. Þó ekkert sé um
Þórarin }>ennan sagt, er pó víst, að hann hefur verið kunnur maður
og án efa fyrir Seyðfirðingum síns tíma. Bræður hans, Þorleifur
kristni og Þorkell svartaskáld, sem beggja er getið í fslendinga-
sögum, eru }>ar kynntir sem bræður Þórarins. Af ]>ví má ráða,
að hann hefur verið almennt þekktur og merkur maður, ]>egar
sögumar, sem geta bræðra hans, vora sagðar eða skráðar.
Mér }>ykir sennilegt, að Þórarinn hafi verið kristinn maður sbr.
5. tl. hér á eftir. Munnmælin um goðadýrkun á þessum afvikna
og torsótta stað gátu að vísu verið sönn þrátt fyrir það. Vel má
vera, að til hafi verið menn búsettir í Seyðisfirði á tímum Þórarins
og afkomenda hans, sem voru ásatrúar. Það er ekkert ósennilegt,
að þeir hafi talið sér betur henta að fara dult með trú sína, svo
að síður skærist í odda við }>á menn, sem líklega hafa ráðið miklu
um hagi manna í firðinum.
Eins og áður segir, er enginn staður tengdur nafninu hof í
Seyðisfirði. Ef Bjólfur hefði verið ásatrúar, hefði hann sjálfsagt
átt sitt hof. Sá staður hefði trúlega verið við það kenndur. Slíkt
ömefni hefði varla gleymst.
5. Frændsemi og tengdir voru milli Krossvíkinga og Seyðfirð-
inga. Ingileif móðir Þorleifs kristna var móðir Þórarins úr Seyðis-
firði, og hún var gefin Ásbimi loðinhöfða, föður Þórarins. Þorkell
bróðir hans fékkst við kaupskap eins og Þorleifur. Báðir }>eir
bræður voru kynntir í sögunum sem bræður Þórarins, eins og
fyrr var sagt. Þetta bendir til }>ess, að náin kynni hafi verið milli
þessara þriggja bræðra. Búðareyrarnöfnin tvö, á Reyðarfirði og
Seyðisfirði, sem ég held að orðið hafi til vegna kaupskapar þeirra
bræðra }>ar, finnst mér og gefa til kynna samskipti þeirra á milli.
Mér þykir }>ví sennilegt, að Þórarinn og Þorkell hafi báðir verið
kristnir eins og Þorleifur.