Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 117
MÚLAÞING
115
ÞORLEIFUR kristni
I.
Þorleifur kristni var uppi á seinni helmingi 10. aldar og fram
á 11. öld.
Hann hefur verið orðinn fulltíða maður, þcgar hann átti í úti-
stöðum við Brodd-Helga Þorgilsson á Hofi í Vopnafirði o. fl.,
sem síðar mun vikið að. Nokkru eftir pá atburði átti Brodd-Helgi
í vígaferlum og var veginn 974 (Annálar bls. 3). Þorleifur hefur
því varla verið fæddur seinna en um 950 og jafnvel fyrr. Hann
var á Aljúngi árið 1000 og hefur ]?ví sennilega verið á lífi einhver
ár 11. aldar.
Þorleifur var bróðir Þórarins úr Seyðisfirði. Móðir þcirra var
Ingileif (fsl. I, 271). í Vopnfirðingasögu segir, að Þorleifur hafi
verið stjúpsonur Ásbjarnar loðinhöfða (ísl. X, 23). Þorleifur og
Þórarinn voru pví hálfbræður, par eð Ásbjöm loðinhöfði var
faðir Þórarins úr Seyðisfirði. Þorkell svartaskáld var bróðir Þór-
arins og því að líkindum hálfbróðir Þorleifs.
í Landnámu segir svo: „Þórir inn hávi ok Krumr, þeir fóru
af Vors til íslands, ok pá er peir tóku land, nam Þórir Krossavík
á milli Gerpis ok Reyðarfjarðar. Þaðan eru Krossvikingar komn-
ir“ (ísl. I, 186—187). Síðasta setningin er hortittur, ef orðið þaðan
vísar til Krossavíkur, pví pá segir hún aðeins, að frá Krossavík
séu Krossvíkingar komnir. Ójjarft var að geta þess, pvi það liggur
í augum uppi. Nær liggur að skilja tilvitnun ]?essa J»annig, að
orðið þaðcin vísi til Þóris, p. e. að frá honum séu Krossvíkingar
komnir.
í Kristni sögu er talað um Þorleif úr Krossavík (fsl. I, 271). í
Vopnfirðingasögu er sagt, að hann hafi átt bú í Reyðarfirði í
Krossavík. Ennfremur segir par, að Þorleifur hafi farið heim til
bús síns í Krossavík (ísl. X, 24), og enn er )>ess getið, að hann hafi
farið til bús síns (fsl. X, 28). Af )>essu má álykta, að Þorleifur
kristni hafi átt heima og búið í Krossavík. Hann verður pví að
teljast Krossvíkingur. Samkvæmt framansögðu var hann pá kom-
inn af Þóri inum háva.
f Landnámu eru víða frásagnir líkar þessu. Á Austurlandi má