Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Qupperneq 118
116
MÚLAÞING
t. d. nefna slíkar fullyrðingar. Frá Án, syni Þorsteins kleggja,
sem nam Húsavík, eru Húsvíkingar komnir. Frá ísólfi, syni Bjólfs,
er nam Seyðisfjörð, eru Seyðfirðingar komnir. Frá Þórhaddi inum
gamla eru Stöðvfirðingar komnir o. s. frv. Það er Jm vafasamt að
treysta um of á sannindi pessara fullyrðinga, nema finna megi
önnur atvik, sem styðji J>ær.
Þorleifur kristni var afabróðir Kolskeggs fróða, sem sagði frá
landnáminu í Austfjörðum (fsl. I, 184). Fullyrðing hans um
Krossvíkinga og Seyðfirðinga eru sennilegri en aðrar hliðstæðar
fullyrðingar, vegna f>ess að Kolskeggur fjallaði par um náskyld
ættmenni sín. Allgóðar líkur eru }>annig fyrir ]?ví, að Þorleifur
sé kominn frá Þóri inum háva landnámsmanni.
Ekki er kunnugt um nafn föður Þorleifs, en líklegt má telja, að
hann hafi verið 2. eða 3. maður frá Þóri.
Um ættir IngiJeifar móður Þorleifs og þeirra bræðra er ekki
kunnugt. Hún hefur sennilega verið gefin föður Þorleifs, áður en
hún var gefin Ásbirni loðinhöfða, }>ví hann var stjúpfaðir Þor-
leifs. Þessa tilgátu má styðja með nokkrum líkum fyrir ]>ví, að
kunningsskapur og samskipti hafi verið með J>eim Þóri og Bjólfi
sem og niðjum J?eirra. Þórir og Bjólfur komu báðir frá Vors í
Noregi. Gera má ráð fyrir, að J?eir hafi ]?ekkst, áður en J?eir fóru
frá Vors, og vitað um ferðir hvor annars til íslands. Frændsemi
og tengdir á rnilli Krossvíkinga og Seyðfirðinga eru )?ví eðlileg.
II.
Þorleifur kristni hefur tekið kristna trú, áður en kristni var
lögtekin á Aljúngi. Fleira er til sanninda um J?að en auknefnið
eitt.
„Kona hét Steinvör. Hún var hofgyðja og varðveitti höfuð-
hofið. Skyldu J?angað allir bændur hoftoll gjalda“ (fsl. X, 28).
Þorleifur galt eigi toll J?enna, sem aðrir menn. Hofgyðjan leitaði
fulltingis Brodd-Helga með vandræði sín. Hann leitaði til Digr-
Ketils, góðs drengs og garps mikils, sem tók að sér að sækja
Þorleif um hoftollinn. Þorleifur synjaði Katli með }?essum orðum:
„Meir gengur mér par til en smálæti, at mér )?ykkir ]?at allt illa
komit, er par leggst til“ (fsl. X, 29). Þorleifur hélt sínum hlut í
máli )?essu, J?ví Digr-Ketill lét málið niður falla, sem síðar verður