Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Side 119
MÚL AÞING
117
vLkið að. Þessum viðskiptum var lokið fyrir fall Brodd-Helga
974 (Annálar, bls. 3).
Þorleifur hefur pví tekið kristna trú áratugum fyrir kristnitök-
una á Alþingi árið 1000, jafnvel verið alinn upp í kristinni trú
sbr. IV.
Digr-Ketill færðist undan pví að taka að sér hoftollsmálið að
ósk Brodd-Helga vegna vinsælda Þorleifs. Þegar Ketill hafði
lokið stefnunni í Krossavík á hendur Þorleifi í máli }>essu, bauð
Þorleifur honum og mönnum hans, tíu saman, par að vera, pví
veðurhorfur væru slæmar. Digr-Ketill hafnaði boðinu. Þorleifur
bað pá aftur hverfa, ef veður tæki að harðna. Ketill og menn hans
hrepptu hið versta veður og sneru aftur til Þorleifs og voru pá
mjög; dasaðir. Þorleifur tók vel við }>eim og sátu }>eir par tvær
nætur veðurfastir, og var pví betri beini, sem þeir sátu lengur.
Eins og fyrr sagði, lét Ketill málið niður falla og mæltist að skiln-
aði til vináttu við Þorleif.
Austmaður, er Hrafn hét, var félagi Þorleifs eitt sinn, er hann
kom úr utanfpr. Hrafn vistaðist í Krossavík í Vopnafirði og
virðist hafa verið myrtur til fjár (fsl. X, 24—25). Vorið eftir bjó
Þorleifur skip sitt til utanfarar. Urðu }>á viðsjár nokkrar með hon-
um og Vopnfirðingunum Brodd-Helga Þorgilssyni á Hofi og
Geiti Lýtingssyni í Krossavík út af eftirlátnum eignum Aust-
mannsins. Áður en Þorleifur lét í haf fór hann með skipverjum
sínum í Krossavík í Vopnafirði og til útibúrs Geitis, luku pví
upp og báru á burt allan fjárhlut þann, er Hrafn hafði átt, og
fluttu til skips. í }>ann mund komu þeir mágar Brodd-Helgi og
Geitir frá vorþinginu í Sunnudal. Þeir gerðu þegar aðför að
Þorleifi og kaupskipi hans og kröfðu hann um eignir Austmanns-
ins og hótuðu öllu illu, ef Þorleifur léti þær ekki þegar af hendi.
Þá svaraði Þorleifur: „Fyrr skulum vér berjast allir en pér fáið
nokkurn pening“. Að ráði Geitis var horfið frá atlögu að sinni,
„en vér vitum eigi nema komi á andviðri ok reki pá upp síðar.
Má pat enn pá af gera sem sýnist,“ sagði hann. Þorleifi gaf }>egar
byri og varð vel reiðfara. Hann færði erfingjum fé }>að, er Hrafn
átti, en þeir }>ökkuðu honum og gáfu honum sinn hlut skips.
Þorleifur var annar fulltrúi fyrir Austfirðingafjórðung á Alþingi