Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 120
118
M Ú L A T> IN G
árið 1000, ]>egar kristni var lögtekin á landi hér. Hinn fulltrúinn
var Hallur af Síðu (fsl. I, 271).
Af framansögðu er ljóst, að Þorleifur kristni var ágætur maður,
vinsæll, heiðarlegur, djarfur og hinn mesti höfðingi.
III.
Á nokkrum stöðum er getið um, að Þorleifur kristni hafi átt
bú í Krossavík við Reyðarfjörð, sbr. T. Hann hefur pví fyrst og
fremst verið bóndi.
í Árbók ferðafélagsins 1955, bls. 120 er Vaðlavík (áður Krossa-
vík) lýst m. a. svo: „Vaðlavík . . . liggur fyrir opnu hafi og er
hafnleysa. Undirlendi er ]’ó nokkuð í sveignum einkum norðan
Kirkjubólsár, er rennur innan af heiði út með fjalli að sunnan.
Myndar áin stórt lón, áður en hún fellur til sævar. Stendur Kirkju-
ból sunnan við lónið. Nokkru innar í landareigninni sunnan ár
er nú nýbýli, er Þverá heitir. Norðan árinnar eru pvjár jarðir:
Karlsstaðir næst heiði, pá fmastaðir og Vaðlar yst“.
Eins og nú var sagt voru fjórir eða fimm bæir par í víkinni,
svo að allbúsældarlegt hefur Það verið fyrir Þóri inn háva að
setjast þar að. (Nú eru jarðir þessar allar í eyði). Þó hafnarskilyrði
séu par ekki sem best, hefur ]>ó oft mátt róa paðan til fiskjar,
þcgar vindátt og veður voru hagstæð. Þaðan er skammt að sækja
á góð fiskimið, sem fyrr á tímum hafa sennilega verið mjög gjöful.
Enn í dag eru fengsæl fiskimið út af Gerpi, sem er norðan við
víkina. Geta má nærri, að gott hafi verið til fanga á tímum Þor-
leifs, ekki aðeins til fiskveiða, heldur og að |>ví er varðar selveiði
og fuela. Síst hefur pví skort matföng har í víkinni. Heimsókn
Digr-Ketils ber pví glöggt vitni, að ekki hafi verið grjót á hóli
hiá Þorleifi bónda.
En Þorleifur kristni var ekki aðeins ágætur bóndi.
f Vopnfirðingasögu er getið um tvær utanferðir Þorleifs (fsl.
X, 23—30). Sennilegt er, að hann hafi farið oftar utan, pó engar
heimildir séu fyrir j>ví. Sagt er frá pví, að hann hafi komið skipi
sínu út í Reyðarfirði og pá hafi verið með honum tveir suðreyskir
menn. Orðrétt segir: „Þorleifr seldi sinn hlut skms ok ferr síðan
til bús síns eftir ]>at“ (fsl. X. 28). Af fessum orðum virðist láta
nærri að álykta, að ]>ar með hafi verið lokið utanförum hans.