Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Side 121
MÚL AÞING
119
Víst er af sögunni, að Brodd-Helgi var pá á lífi (ísl. X, 27—28),
svo að pessi heimkoma Þorleifs hefur verið fyrir 974. Hann er
pá enn á besta aldri og pví fremur ósennilegt, að hann hafi pá
látið af farmennsku.
Það er ekki líklegt, að Þorleifur hafi farið með ráni um lönd
þau, sem hann heimsótti í utanferðum sínum eða legið í víking,
svo sem títt var um suma landnámsmenn okkar, áður en þeir
komu til fslands. Sennilegra er, að ferðir hans á milli landa hafi
verið vegna kaupskapar eða verslunar. Að J>ví má leiða nokkrar
líkur.
Athygli vert sýnist mér, að Hrafn Austmaður, félagi Þorleifs,
fer með vaming sinn til Vopnafjarðar. Hygg ég, að pa.ö hafi verið
með ráðum Þorleifs, sem hefur talið sér hentara að vera án
samkeppni við Hrafn með sölu á vamingi sínum á syðri fjörðum
Austurlands og Fljótsdalshéraði.
Heimildir em fyrir pví, að Þorkell svartaskáld stundaði kaup-
skap. Hans síðasta erindi var að innheimta skuld hjá Bimi í Nesi
í Norðfirði fyrir léreft, sem hann hafði selt fyrir hann (ísl. X,
141 og 283). f 'peirri för féll Þorkell ásamt Helga Droplaugarsyni
í bardaganum á Eyvindardal 998. Þorkell var bróðir Þorleifs eins
og fyrr greinir. Það er sennilegt, að hann hafi annaðhvort verið
í félagi um kaupskap við Þorleif eða annast sölu og umsjón á
vamingi hans. Þorkell gat pó vitanlega hafa stundað farmennsku
og kaupskap án félags við bróður sinn. Hafi Þorleifur hætt utan-
ferðum fyrir 974, hefur Þorkell naumast verið í erindum fyrir
hann í Norðfjarðarferðinni, sem var hans síðasta (998). Sem
yngri maður er líklegt, að Þorkell hafi í fyrstu verið í farmennsku
með bróður sínum og e. t. v. síðar hafið sjálfstæðar utanferðir.
Krossavík var ekki hagkvæmur staður fyrir farmennsku og
kaupskap. Hún liggur fyrir opnu hafi og er hafnleysa. Þorleifur
mun pví hafa athafnað sig á öðrum stað. Þess er getið í Vopn-
firðingasögu (fsl. X, 28), að skip Þorleifs hafi komið út í Reyðar-
firði. Þar hafi hann selt hlut sinn í skipinu og farið heim til
bús síns.
Við fjarðarbotninn í Reyðarfirði er staður, sem heitir Búðar-
eyri. Ekki er kunnugt um, að þingstaður hafi verið í Reyðarfirði.