Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 123
MÚLAÞING
121
að hann sé hin foma Krossavík, landnámsbærinn og bær Þorleifs
kristna.
Framan á nesinu á milli Reyðarfjarðar og Vöðlavíkur er eyði-
bær, sem Krossanes heitir. Það hafa pví verið tvö bæjamöfn,
sem kennd eru við Kross í eða við víkina og annað nafnið, p. e.
Krossavík, varð til við landnám í víkinni.
Stefán Einarsson prófessor, sem ritaði árbókina 1955, telur, að
landnámsmaðurinn, Þórir inn hávi, hafi verið kristinn. Mun sú
ályktun vera dregin af nöfnunum Kirkjuból, Krossavík og Krossa-
nes.
Mér virðist, að staðarvalið, afskekkt við ysta haf, kunni að
benda til þess, að tilgáta Stefáns gæti verið rétt. Á pc\m tímum
gat verið öruggara fyrir kristna menn að setjast að, þar sem pch
voru einangraðir, þar eð allur þorri manna leit homauga til hinna
nýju trúarbragða, Á slíkum stað vom meiri líkur til, að menn
gætu hjónað Guði sínum í friði fyrir áreitni þeirra, sem vom
ásatrúar og sumir hverjir afar herskáir.
Auknefni Þorleifs p'drf ekki að vera tengt jæim atburði, jægar
hann tók kristna trú. Það gat auðveldlega tengst nafni hans, þegar
hann varð kunnur maður vegna farmennsku hans og atgervis.
Þar eð þannig eru nokkrar líkur fyrir pví, að Þórir irm hávi hafi
verið kristinn, þegar hann nam land, er sennilegt, að afkomendur
hans hafi og verið kristnir. Þorleifur hefur pví sennilega verið alinn
upp í kristnum sið.
(1979).
KOLSKEGGUR fróði
I.
Kolskeggur fróði var uppi á 11. öld (fsl. æviskrár III, 369).
Hann var sonur Ásbjarnar Þórarinssonar í Seyðisfirði. Foreldrar
Þórarins voru Ingileif, móðir Þorleifs kristna í Krossavík (Vöðla-
vík) (fsl. I, 271), og Ásbjöm loðinhöfði. Móðir Ásbjamar loðin-
höfða var Ástríður Þorvaldsdóttir holbarka (ísl. I, 181). Ásbjöm
loðinhöfði var sennilega sonur ísólfs, sem var sonur Bjólfs, sem
nam Seyðisfjörð. Þorvaldur holbarki var Ásröðarson, en móðir