Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 124
122
MÚLAÞING
hans var Ásvör Herjólfsdóttir, bróðurdóttir og stjúpdóttir
Brynjólfs ins gamia (fsl. I, 181).
Samkvæmt framansögðu mun Kolskeggur hafa verið 5. maður
frá Bjólfi landnámsmanni og hefur því að líkindum verið uppi
1030—1090 (Múlaþing 8, 42—45).
Kolskeggur er ekki kenndur við neinn stað. Faðir hans og
afi voru Seyðfirðingar. Ef Ásbjöm faðir hans hefur búið í Seyðis-
firði, sem líklegt má telja, hefur Kolskeggur sennilega verið fædd-
ur par og uppalinn. Það hefur löngum tíðkast að kenna menn við
pá staði, sem j>eir eru fæddir og uppaldir á, pó að þeir hafi dvalið
langdvölum á öðrum stöðum síðar á lífsleiðinni. Hann hefur því
sennilega verið talinn Seyðfirðingur, jafnvel pó hann hafi átt
heima annars staðar sem fulltíða maður.
Ingileif hét systir Kolskeggs. Hún átti Órækju Hólmsteinsson.
Þeirra sonur var Hallur faðir Finns prests í Hofteigi á Jökuldal.
Finnur var lögsögumaður 1139—1145 (fsl. æviskrár II, 10).
Ef Helga dóttir Bjólfs var gefin Áni syni Þorsteins kleggja í
Húsavík, voru Húsvíkingar frændur Kolskeggs. Það styður raunar
þessa tilgátu, að Kolskeggur hefur einmitt frásögn sína um land-
námið í Austfirðingafjórðungi með pví að segja frá Þorsteini
kleggja í Húsavík.
Eins og áður er sagt var Þorleifur kristni í Krossavík hálf-
bróðir Þórarins í Seyðisfirði og pví afabróðir Kolskeggs. Kross-
víkingar voru 'pví einnig frændur hans.
Loks er pess að geta, að Kolskeggur var kominn af Herjólfi
bróður peirra Brynjólfs ins gamla og Ævars ins gamla, sem námu
land á Fljótsdalshéraði. Frá Össuri syni Herjólfs, sem nam Hey-
dalalönd, voru Breiðdælingar komnir.
Samkvæmt framansögðu var Kolskeggur frændmargur á Aust-
fjiörðum. á Fljótsdalshéraði og í Breiðdal. Hann gat pví senni-
lega hafa búið eða átt heima víða á j>essum slóðum.
II.
f fjórða hluta Landnámu (fsl. I, 175—202), er sagt frá peim
mönnum, sem land hafa numið í Austfirðingafjórðungi. Lokaorðin
í 4. kafla þessa hluta Landnámu eru þessi: „Nú hefir Kolskeggur
fyrir sagt heðan frá um landnám“.