Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 125
MÚL AÞING
123
Um 45 landnámsmenn eru taldir í Austfirðingafjórðungi í
Landnámu frá þeim stað. sem segir, að Kolskeggur segi fyrir um
landnám.
A.
I þessum staflið eru taldir landnámsmenn og landnám þcirra
og sagt, að frá J?eim eða sonum þeirra sé komið fólk, sem kennt
er við landnámið eða bæjamöfn:
1. Frá Áni syni Þorsteins kleggja, sem nam Húsavík, em Hús-
víkingar komnir.
2. Frá ísólfi syni Bjólfs, sem nam Seyðisfjörð, eru Seyðfirð-
ingar komnir.
3. Frá Ólafi syni Egils rauða, sem nam Norðfjörð, em Nes-
menn komnir.
4. Frá Freysteini inum fagra. sem nam Sandvík, Viðfjörð og
Hellisfjjörð, em Sandvíkingar, Viðfirðingar og Hellisfirðingar
komnir.
5. Frá Þóri inum háva, er nam Krossavík, era Krossvíkingar
komnir.
6. Frá Þórhaddi inum gamla, er nam Stöðvarfjörð, em Stöðv-
firðingar komnir.
7. Frá Össuri syni Herjólfs, sem nam Heydalalönd, em Breið-
dælingar komnir.
8. Frá Bimi, er keypti jarðir af Þjóðreki, eru Berfirðingar
komnir.
9. Frá Katli, er keypti land af Hrollaugi, em Homfirðingar
komnir.
10. Frá Auðni inum rauða, sem keypti land af Hrollaugi og
bjó á Hoffelli, em Hoffellingar komnir.
11. Frá Þorsteini inum skjálga, sem keypti land af Hrollaugi,
eru Mýramenn komnir.
12. Frá Guðlaugi syni Þorgerðar, er nam Ingólfshöfðahverfi
og bjó á Sandfelli, eru Sandfellingar komnir.
13. Frá Hildi syni Helga, sem bjó á Rauðalæk, em Rauðlæk-
ingar komnir.
14. Frá Ásláki, syni Hrafns hafnarlykils, sem fyrst bjó í Dyn-
skógum og síðar í Lágey, em Lágeyingar komnir.