Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Side 128
126
MÚLAÞING
9. Eysteinn inn digri nam land fyrir austan Geirlandsá. Niðjar
taldir til 10. liðs, Hallberu, er átti Markús á Melum.
10. Vilbaldur nam Tunguland milli Skaftár og Hólmsár. Niðjar
raktir til Þorsteins, annars ættliðs frá Viðbaldri.
11. Leiðólfur kappi nam land fyrir austan Skaftá til Drífandi.
Frá honum eru nefndir 4 ættliðir.
12. ísólfur kom út síð, tók land Vilbaldurs, nr. 10. Tveggja ætt-
liða frá honum getið.
13. Gnúpur nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár og Álfta-
ver allt. Niðjar taldir til Sturlusona.
14. Sigmundur kleykir nam land milli Grímsár og Kerlingarár.
Frá honum voru komnir biskuparnir Þorlákur, Páll og Brandur.
15. Bjöm nam land milli Kerlingarár og Hafursár. Frá honum
var kominn Þorlákur helgi.
16. Loðmundur inn gamli nam land milli Hafursár og Fúla-
lækjar. Ætthðir frá honum eru taldir 7.
III.
Kolskeggur er eini maðurinn, sem greinir frá um landnám á
landi hér, sem nefndur er sem heimildarmaður í Landnámu. Hann
hefur p\í áreiðanlega verið meðal fyrstu íslendinga, sem gáfu
gaum að sögu landnámsins og þeim mönnum sem par komu við
sögu.
Héðan hefur Kolskeggur fyrir sagt um landnám segir í Land-
námu eins og fyrr er sagt. Þess er hinsvegar ekki getið, hvar frá-
sögn hans lýkur. Frásögn hans hefst með frásögn um landnám í
Húsavík í Norður-Múlasýslu og síðan áfram um landnám suður
með Austfjörðum og líklega vestur í Skaftafellssýslur.
í lok frásagnarinnar um landnámsmenn í Austfirðingafjórð-
ungi segir, að nú séu rituð landnám í Austfirðingafjórðungi, eftir
p\í sem vitrir menn og fróðir hafi sagt (fsl. I, 202). Hér er gefið
í skyn, að fleiri en Kolskeggur hafi sagt frá um landnámsmenn
par en hann. f fljótu bragði mætti líta svo á, að pessi ummæli
vísi til fyrstu fjögurra kaflanna í þcssum hluta Landnámu. e.
áður en Kolskeggs er getið. Við nánari athugun kemur pó í ljós, að
hann hefur ekki sagt frá eða ritað allt pað, sem greint er frá í