Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 129
MÚL AÞING
127
Landnámu um landnámsmennina í þessum fjórðungi í 5.—13.
kafla, sem síðar mun getið.
Varla þarf að gera J>ví skóna, að Kolskeggur hafi sagt um land-
nám í 5. hluta Landnámu, e. um landnám í Sunnlendingafjórð-
ungi, pó leggja megi pann skilning í orðin „— heðan frá um
landnám“. Frásögn um landnám í Sunnlendingafjórðungi er svo
mjög frábrugðin ]?eim frásögnum, sbr. II A—B hér að framan,
sem öruggt má telja, að margar séu frá honum komnar.
Það er augljóst, að Kolskeggur hefur ekki sagt frá öllu því, sem
greint er frá um landnámsmenn pá, sem taldir eru í II. D. hér
að framan, þegar af þeirri ástæðu, að pav eru niðjar í flestum
tilvikum raktir til manna, sem voru uppi löngu eftir daga Kol-
skeggs. Þar með er pó ekki sagt, að Kolskeggur hafi ekkert um
pá sagt. Vel má vera, að hann hafi getið nafna þessara manna og
landnáms þeirra. En pá hafa síðari tíma menn bætt við frásögn
hans niðjatölunum o. fl., sem par er sagt frá. Það er t. d. víst
að Kolskeggur hefur ekki sagt þessi orð, sem eru í nokkuð ýtar-
legri frásögn um Hrollaug Rögnvaldsson: „Haraldr konungur
sendi Hrollaugi [gersimar á deyjandi degi] sverð ok ölhom ok
gullhring, }>ann er vá fimm aura. Sverð pat átti síðar Kolr, sonr
Síðu-Halls, en Kolskeggr inn fróði hafði sét hornit“ (ísl. I,
192—193)). Kolskeggur hefur varla átt neitt í frásögninni um
Hrollaug nema e. t. v. um landið, sem hann nam.
Frásögn Kolskeggs um pá, sem taldir eru í II. C., er nokkuð
frábrugðin frásögn hans um J>á, sem taldir eru í II. A og B. Flestir
þeir, sem taldir eru í II. C., eru ekki á J>eim svæðum, J>ar sem
frændfólk Kolskeggs hafðist við á eða settist að. Það má raunar
líka segja um pá, sem taldir eru í II. A 8.—14. Vera má að hér
um valdi ókunnugleiki hans vegna fjarlægða frá væntanlegum
heimaslóðum hans. Það er eðlilegt að gera ráð fyrir pví, að frá-
sögn Kolskeggs sé nær sanni um J>á, sem voru honum nær og
hann átti ættartengsl við en hina, sem fjær bjuggu og voru hon-
um e. t. v. alveg óskyldir. Frásögn hans um landnám í Austfjörð-
um er pví sennilega áreiðanlegri en aðrar frásagnir, sem ætla má
að hann eigi J>átt í.
í Landnámu segir, að Austfirðir hafi byggst fyrst á íslandi
L.