Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 133
MÚLAÞING
131
vestan við Gripdeild, Kögur austan við Gripdeild par sem land
gengur lengst út og norður til hafs, pá Brimnes suðaustar og
Skálanes við Njarðvíkurmynni. Norðausturröð Skjaldarfjalls
kallast Kambur og liggur snarbrött niður af fjallinu og endar
með hamrabrún upp af fjöru skammt sunnan við Brimnes. Rétt
norðan undir Kambinum er lítið malarfjöruvik undir klettum og
milli stórgrýtisurða, heitir Kambsfjara. Út af fjörunni er margt
skerja misstórra, nagga og boða og sjóleið upp í fjöruna svo krók-
ótt og vandþrædd sem mest má verða og allsendis ófær nema í
ládeyðu.
í þessu fjöruskoti varð strand }>að sem hér verður sagt frá
eftir munnlegri frásögn Sveins Guðmundssonar á Hól í Bakka-
gerðiskauptúni í Borgarfirði.
Strand þetta átti sér stað sumarið, 1915 og „líklega í júlí J>ví
að nótt var ekki orðin dimm,“ segir Sveinn, og skipið sem upp
fór í Kambsfjöruna vélbáturinn Aldan frá Seyðisfirði, stærð
15 og 40/100 úr tonni, einmastraður með 14 hestafla alphavél.
Hin nákvæma fyngdartala stóð höggvin skýrum stöfum í lestar-
karminn. Báturinn mun hafa verið norskur að uppruna og eigandi,
er þetta var, Lars Imsland kaupmaður á Seyðisfirði, en skipstjóri
Jentoft Kristiansen síðar kaupmaður á Seyðisfirði. Háseti sunn-
lenskur unglingur Lúther að nafni.
Aldan var um þessar mundir mikið í förum frá Seyðisfirði á
hafnir norðar, svo sem Borgarfjörð, Óshöfn og Skála á Langa-
nesi, flutti matvörur úr kaupstað, saltfisk og fleiri afurðir bænda
og útvegsmanna. Óshöfn er við Krosshöfða austan við Selfljótsós
og venjulega kölluð Höfði og ferðir ]>angað Höfðatúrar. Þar var
löggilt verslunarhöfn 1902 og um )>að leyti sett upp fastaverslun,
útibú frá Framtíðinni á Seyðisfirði sem úthéraðsmenn skiptu
mikið við. Verslunarhúsið brann 1911 og rak Framtíðin eftir
það lausaverslun á Höfðanum. Nauðsynjar voru fluttar að sumrinu
og varðveittar í geymsluskúr fram yfir áramót. Þá var oft sendur
þangað maður til afgreiðslu viku- til hálfs mánaðartíma, meðal
» annarra Gísli Jónsson starfsmaður verslunarinnar og Sigurjón
Jóhannsson, en stundum hafði Guðni Þorkelsson í Gagnstöð af-
greiðslustörf með höndum. Reynt var að hafa afgreiðslu á ]>eim