Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 134
132
MÚLAÞING
tíma er ekileiði var gott á ísum eftir Héraðinu og vötn á haldi.
Aðallega voru j?að bændur úr Hjaltastaðajúnghá, Tungu og Hlíð
sem versluðu á Höfðanum, stundum einnig jökuldælingar og
uppsveitamenn ýmsir j?cgar færð hamlaði ferðum til fjarða. Aðal-
verslunartími Framtíðarinnar á Höfðanum var frá jm' um eða
laust eftir 1907 og fram undir 1920, er Sameinuðu verslanimar
tóku við og að síðustu Kaupfélag Borgarfjarðarl).
Aldan og aðrir bátar, er vörur voru fluttar með .,upp á Höfða“
frá Seyðisfirði, höfðu jafnan j?ann háttinn á að fá uppskipunar-
báta og menn til uppskipunar á Borgarfirði og höfðu bátana í
togi báðar leiðir. Sjaldan var svo kyrrt í sjó að fært væri fyrir
15 tonna vélbát að leggjast að klöppunum út af Óshöfn.
í þetta sinn hittist svo á að gæftir voru góðar á Borgarfirði og
fiskaðist vel. Var j>ví erfitt að fá menn í Höfðatúr þar sem alhr
bakkgerðingar að kalla voru á sjó. Þó vildi svo til þcnnan dag
að í landi voru Ólafur Gíslason Sjávarborg og Hallgrímur Bjöms-
son verslunarmaður. Þeir fengust einir fullorðinna manna í Höfða-
ferðina og til viðbótar unglingspiltar tveir, j>eir Sigurður Áma-
son í Bakkakoti og sögumaður, Sveinn Guðmundsson á Hól,
jafnaldrar um 16 ára að aldri. Þetta var fyrsti Höfðatúr Sveins,
en j>eir urðu fleiri en tölu yrði á komið alla }>á tíð er vörur voru
fluttar þessa leið til Héraðs, ]>. e. fram um 1955 er bílvegur kom
yfir Vatnsskarð. Sveinn var formaður á Hjalta, flutningabát Kaup-
félags Borgarfjarðar, frá 1930. Auk }>essara fjögurra manna fóm
njarðvikingar landleiðina upp yfir fjallið til uppskipunarinnar,
bræðumir Jón, .Tóhann og Magnús Helgasynir og Páll Sveinsson
sem j>á bjó á Borg í Njarðvík.
. Borgfirðingar fóm nú á Öldunni og uppskipunarbátar tveir
hafðir í eftirdragi. Segir ekki af j>eirri ferð, en slík dauðakyrrð
var á sjónum að formaðurinn Kristiansen lét að orðum Ólafs
Gíslasonar og lagði vélbátnum að uppskipunarklöppinni án j>ess
að nota uppskipunarbátana. Vörumar voru að mestu sekkjavara
í lestinni og tóku tveir menn sekkina á milli sín og fleygðu upp
1) í Múlalángi 5 (1970) er grein eftir Halldór Ásgrímsson: Höfðaferðir
Borgf irðinga. -> ^ :, . ■ - : ‘