Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Blaðsíða 135
MÚL AÞING
133
um lestaropið upp á þilfarið. Síðan létu aðrir tveir 'pá ganga
áfram upp á klöppina, en þaðan voru peir bomir á baki yfir
klöppina, sem er flöt og nokkuð breið, yfir sandinn ofan við,
upp lágan bakka og inn í skúr á brúninni.
Aldan var yfirleitt um 6 klukkustundir í logni frá Seyðisfirði
upp á Krosshöfða með viðkomu á Borgarfirði, en fljótarí ef
hægt var að hafa not af seglum. Kristiansen var ágætur sjómaður
og hafði sérlega gott lag á að flýta ferðum með notkun segla.
Uppskipun gekk eins og í sögu. Var fastmælum bundið að
nota blíðviðrið og koma aftur með vörufarm næsta dag og samið
við uppskipunarmennina um pá ferð. Auk borgfirðinganna voru
nokkrir menn af ystu bæjum í Hjaltastaðajúnghá í vinnunni, m.
a. Guðni í Gagnstöð og Jón Mikaelsson á Ósi. Svo óheppilega
vildi til er lagt var frá landi að báturinn tók niðri á sandbing.
Það varð til þess að Kristiansen harðneitaði að leggjast að klöpp-
inni næsta dag.
Daginn eftir var ferðum háttað sem fyrr. Aldan kom á Borgar-
fjörð, tók mennina fjóra, 'pá sömu og fyrr, og bátana. Uppskipun
tók nú lengri tíma par sem ekki var lagst að. Að henni lokinni
var miönnum og bátum skilað á Borgarfjörð, í þetta sinn sleppt
utan við Geitavíkurtangann því að Kristiansen hafði hraðan á
par sem ferðinni var nú heitið norður á Skála á Langanesi að
sækja fisk. Með honum var sem fyrr hásetinn Lúther. Utan við
Geitavíkurtangann skildust leiðir, Borgfirðingar reru uppskipun-
arklumpunum inn í Eyrarfjöru en Aldan hvarf norður með landi.
Saga sú sem gerðist á ferðaferli Öldunnar ’pessa lognværu
sólskinsdaga sumarið 1915 er byggð á þeim frásögnum skipverj-
anna sem í tal bárust og Sveinn á Hól var áheyrandi að, og víkur
nú frásögninni um borð um stundarsakir.
Nokkuð var liðið á kvöld ]?egar Aldan hélt út með landi, dag-
sigling orðin nokkuð löng og uppistaða við verk frá pví snemma
morguns er haldið var frá Seyðisfirði eftir skamman svefntíma
að lokinni ferðinni daginn áður. Því var það að Kristiansen for-
maður gerðist syfjaður eftir að lagt var upp norður að Skálum.
Hann var pó við stýrið út með Landsenda og norður á Njarð-
víkina, en eftirlét háseta súium pá stjómvöl, gaf honum strikið