Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 136
134
MÚLAÞING
fyrir fiallsendann sem aðskilur Njarðvík og Hérað og gekk sjálfur
undir f>iljur að sofa. Lúther stýrði nú um stund, en þar kom að
honum fannst rétt að hverfa niður í vélarrúmið og bæta smumingu
á vélina. Vafalaust hefur hann gert pað samviskusamlega, en
hann lét (>að eftir sér að tylla sér niður að smumingu lokinni.
Var |>á ekki að sökum að spyrja. Svefninn greip hann í arma sér
og hefur aldrei verið neinn til frásagnar um hvemig fleytan hagaði
sér á siglingunni næsta áfangann í bláu húmi júlínæturinnar með
tvo skipverja innanborðs, báða í fastasvefni.
Sennilega hefur formaðurinn vaknað við j>að að kjölur urgaði
í möl í fjömborði, en unglingurinn Lúther hrökk upp við all-
harkalegt glamur í tréklossum Kristiansens á þiljum uppi.
Hann rauk upp ringlaður með stírar í augum en glaðvaknaði
skjótt við að sjá annað umhverfi en vænta mátti og við heldur
ómylskið tiltal formanns, sem mun hafa látið öðruvísi en blíður
söngur í eyra og auk ]>ess blandað gargi bjargfugla örskammt
frá. Yfir reis fjallið með þvcrhníptum björgum og á hina hlið
lágu þaragrónar flúðir, en upp í fjöruna var gengt ]>urrum fótum.
Það var engu líkara en slunginn hrekkjalómur hefði staðið við
stýrið og þrætt krókótta ála milli skerja allt upp í fjöra uns staðar
nam í skriðulli fjörumöl rétt norðan við Kambinn áðumefnda.
Stefnið hafði tryggilega festu í marbakkanum svo að ekki varð
bátnum ]>okað úr farinu nema til kæmu tilfæringar sem ekki
voru handbærar.
Nú vora tveir kostir fyrir hendi. Annar að klöngrast landleiðina
til Njarðvíkurbæja, en hinn að setja á flot flatbitnu litla sem var
á þilfari og kölluð doría og róa henni til Borgarfjarðar. Sá kostur
varð fyrir valinu.
Ferðin gekk vel í logni og dauðum sjó og náðu ]>eir í Bakka-
gerðisfjöra fyrir rismál eftir að hafa róið um ]>að bil 5 mílna leið.
Þeir vöktu upp í húsinu Úraníu á neðri byggðinni. Þar bjuggu
pá Ámi Sigurðsson og kona hans Lára, dóttir Stefáns Jónssonar,
hins gáfaða hagleiksmanns sem byggði húsið og gaf nafn eftir
gyðju stjömufræðinnar. Bóas bróðir Áma, síðar bóndi á Borg í
Njarðvík, reri með Áma þetta sumar. Þeir strákamir, Sigurður
og Sveinn vora einnig vaktir um sexleytið um morguninn minnir