Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 138
136
MÚLAÞING
ekki Ölduna prátt fyrir ótvíræðan kunnugleika Bóasar. Þeir komu
til Borgarfjarðar til að hafa nánari fregnir af strandstað. Þá voru
biörgunarmenn löngu heim komnir og Aldan norður á Héraðs-
flóa eða lengra á leið sinni til Skála.
Sveinn GuiSmundsson er af Steinsætt frá Njarðvík, sonur Guðmundar
Jónssonar frá Brúnavík og Þórhöllu dóttur ættföðurins Steins, sem var
yngstur barna iSigurðar Jónssonar prests Brynjólfssonar og Guðnýjar
Ámadóttur frá Hólalandi í Borgarfirði. Hann er fæddur 18. maí 1899.
Foreldrar Sveins fluttu frá Brúnavík árið 1900 f Hól, þar sem Guðmund-
ur reisti árið 1908 steinhús sem enn stendur. Kona Sveins var Ragnhildur
Jónsdóttir, fædd 5. september 1903, dáin 26. október 1972. Af sjö börnum
þeirra eru tveir synir búsettir á Borgarfirði, Árni Björgvin og Guðmundur.
Sveinn á Hól er greindur maður og stálminnugur. Hann er nú sá er
best man þróun byggðar á Bakkagerði og hefur allan starfsaldur lifað
og hrærst í atvinnulífi kauptúnsins, stundað landbúnað, sjósókn og dag-
launavinnu jöfnum höndum og, eins og fram kemur í þættinum hér að
framan, stóð hann frá árinu 1930 fyrir himun erfiðu og áhættusömu
Höfðaflutningum, sigldi einnig við og við á Ker í Ketilsstaðalandi í Hlíð,
á Húseyjarsand og víðar á hina opnu strandlengju Héraðsflóa, alla tíð á
opinni trillu með einn til tvo vöruflutningabáta í eftirdragi. Hann dvelur
nú þegar þetta er ritað á jólum 1976 hjá dóttur sinni syðra, enda að
mestu hættur umstangi fyrir aldurs sakir. Bátur hans er nú dreginn í
naust, en sjálfur á hann eftir að koma heim þegar lengir dag og vorar
og leiða augum líf þorpsins og sveitarinnar sem hann varði öllum starfs-
kröftum sínum til framfara og heilla frá bamæsku til elliára.
Áður en þessi þáttur fór í prentun andaðist Sveinn Guðmundsson —
hinn 1. október 1978. Aldrei kom eg því í verk að sýna honum þáttinn
eftir að eg skrifaði hann upp eftir munnlegri frásögn hans haustið 1976.
Eg verð því aðeins að vona að hvergi sé hallað máli frá því sem hann
sagði frá. — Á. H.