Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 141
múl aþing
139
Kveð ég og þakka þennan fagra stað.
Þúsundir minna geymi ég í sjóði.
Heiðlandið teygist eins og opið blað,
enn gnœfir fjallið HUðin, flóinn góði
breiðir úr sér með brok og Ijósastör,
bryddir á fergin, rauðbreysking og fífu.
Hér hef ég notað orf og einnig hrífu.
Af ástarþökk nú lýk ég minni för.
Sigurður Kristinsson:
Undir eyktntindum
Nokkrir þættir úr búnaðarsögu Fjarðarbýla í
Mjóafirði frá 1835—1956.
Tildrög og heildarheiti þessara kafla
Á ferðum um lönd og byggðarlög hljóta menn að gera saman-
burð á svæðum, fólki og lífsháttum þess, efnalegri og félagslegri
stöðu, máli og umhverfi. Einkum mun svo fara fyrir þeim, sem
dveljast langdvölum á ýmsum stöðum fjarri átthögum, kynnast
fólkinu sem }>ar býr og heyra ]>að tala um starfshætti og atvik frá
liðnum tíma um leið og menn taka þátt í kjörum þeirra er staðinn
byggja.
Á árunum um og eftir 1950 dvaldi ég oft á Fjarðarbýlunum í
Mjóafirði en var áður búinn að dvelja langdvölum á ýmsum stöð-
um á Austurlandi og í Reykjavík. Síðan hef ég átt ]>ess kost að
verða kunnugur allvíða á Suðvesturlandi og að ferðast til Dan-
merkur, Noregs, ftalíu, Júgóslavíu og írlands með nokkurri við-
dvöl í ]>essum löndum. Það verður að segjast að ]>að byggðarlag,
sem greinilegasta sérstöðu á í'huga mínum vegna sérkennilegra
staðhátta og sögu er hið litla byggðarlag sem ]>essi greinakom
fjalla um: Fjarðarbýlin í Mjóafirði í Suður-Múlasýslu.
Býlin eru í þröngum og djúpum dal. sem gengur inn í Aust-
fjarðafjallgarðinn frá botni Mjóafjarðar, }>ar sem 1000—1100