Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 142
140
MÚLAÞING
metra háir tindar mynda gnæfandi kví, er byrgir sólarsýn frá býl-
unum 5—6 mánuði árlega að vetrinum. Einkum eru það tindarnir
að sunnanverðu, sem varpa pessum skugga, því suðurfjallið er
mun brattara þar innfrá heidur en norðurfjallið. Nú skal nefna
pá tinda í suðurfjallinu er sjást frá bæjunum og verða þeir taldir í
röð að utan (austan): Mjóitindur, Hádegistindur, Miðdegistindur,
Miðtindur, Y'tri-Nóntindur og Innri-Nóntindur. Voru það eykta-
inörk á Fjarðarbýlunum, þegar sólin var yfir þeim frá bæjunum
séð á vorin og sumrin. Bak við J?essa tinda eru Eggjar með Söðul
hæstan (1127 metrar). Þá talaði fólk á Fjarðarbýlunum um að
sólin fleytti tindum, fegar hún sást lyfta sér yfir hæstu eggjarn-
ar bak við tindana eftir að kom fram yfir miðjan mars. Reyndar
getur litið svo út sem sólin velti eftir eggjunum eða skoppi milli
tindanna. einkum við vissar aðstæður í léttu skýjafari. Tindamir
að norðanverðu eru í svipaðri hæð en mun fjarlægari og ekki eins
gnæfandi, þótt peir orsaki að sjálfsögðu, hve sólþurrkar verða
skammir í logni.
Ég vona svo að lestur pessara kafla veiti mönnum sýn yfir
mannlíf og örlög pessarar einstæðu byggðar. Þá er tilganginum
náð.
Gróðurfar í landi Fjarðar
Mjóifjörður er á austfirska gróðursvæðinu miðju og því finnst
nærri öll austfirsk flóra í landareign Fjarðarbýla. Þessu era gerð
skil í ritverki Búnaðarsambands Austurlands Sveitir og jarðir í
Múlaþingi. Verður pað ekki endurtekið hér en pó skal nokkra
við bæta.
Við nána athugun sést að geysimikill munur er á gróðurfari í
hlíðum héraðsmegin í Austfjarðafjallgarðinum og fjarðamegin.
Stafar þcssi munur fyrst og fremst af }>ví að hlíðar fjarðanna eru í
regn- og þokuskugga hafaustanáttarinnar en um leið í skjóli fyrir
þurrablástrum vestlægra átta að miklu leyti. Þetta setur líka sitt
mark á snjóalögin, sem verða miklu meiri fjarðamegin og varð-
veitast langt fram eftir sumri í skuggasælum hamrasvigðunum
milli bríka eyktatindanna beint á móti byggðinni sem var í Fjarð-
ardal. Vætan frá þessum fönnum skapar ýmis skilyrði fyrir gróð-