Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 144
142
MÚL AÞING
Sérstaklega skal pó minnst á snjódældir suðurfjallsins. Þar er
mikið verk að vinna fyrir grasafræðinga og líffræðinga við saman-
burðarrannsóknir. Hver skálardalur virðist búa yfir sínu míkró-
loftslagi, par sem blómplöntur raða sér í ákveðin lög með fárra
metra millibili en jarðvegurinn er þakinn dökkgrárri eða brún-
leitri skorpu, sem fléttur hafa myndað og hylur fjölmargar teg-
undir jarðvegsdýra, einn hlekkinn í iífkeðju jarðarinnar.
Allmikill munur virðist vera á gróðri skálardalanna eftir p\í
hvort pdr eru utarlega eða innarlega, og sérstaklega er mikill
munur á gróðri á svæðinu frá Leiðargili út undir Bamár annars
vegar og Hvítárdal og dölum par fyrir utan, pótt í sömu hæð sé
yfir sjó (450—500 m). Þar útfrá ber meira á puntgrösum á stangli,
jafnvel hálfgrösum í vætu, en á næsta svæði utan við Leiðargilið
má smjörlaufið heita einkennisplanta.
Engum manni dylst pó hinn mikli munur á gróðri að sunnan-
verðu við fjörðinn og að norðanverðu. Sama er hvort komið er
inn eftir firðinum á bát eða farin hvor ströndin sem er á hesti
eða bíl. Fótgangandi maður skynjar |;ó blæbrigði náttúmnnar
alltaf best. Suðurströndin frá Asknesi inn fyrir Hvalstöðvarkrók
er brött og grýtt en pó hvergi sjávarhamrar, tilsýndar virðist par
aðeins vera „urð og grjót upp í mót,“ en pegar gengið er um
hlíðina leynist víða gróður í grjóti, kjarngóð axgrös, sem reyndust
sauðum Fjarðarbænda slfk kjamafæða að þeim var oft ekki
gefið strá fyrr en á porra eða góu — og við bar að þeir voru
látnir ganga af par á ströndinni. Fyrir því eru órækar heimiidir í
dagbókum Benedikts Sveinssonar frá Fjarðarkoti (sjá heimilda-
skrá).
Skógarkjarrið á norðurströndinni og í norðurhlíð dalsins skapar
pó mest hinn auðsæja mun, enda er jafnvel hægt að tala um skóg
á íslenskan mælikvarða inni í Torfu. í skjóli hans og gnæfandi
fjalla dylst sennilega eitt mesta fjölgresi á Austurlandi. Sá sem
fer um Fjarðardal getur pó ekki annað en undrast það að alls
ekki skuli sjást birkiplanta sunnan ár. Má vera að sauðabeitin
segi svona til sín en gaman væri að sjá upp úr næstu aldamótum,
hvort birkið verður farið að ná sér niðri í brekkurótum að sunn-